Misleitni reikulla efna í íslenska möttlinum - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

5.7.2024

Meginmarkmið þessa verkefnis voru (i) að leggja mat á þau bergfræðiferli sem stjórna styrk reikulla efna í íslenskum bergbráðum og í kjölfarið, (ii) skoða betur helstu uppsprettur þeirra í jarðmöttlinum undir Íslandi. Verkefnið skoðaði sérstaklega stöðugar samsætur vetnis, súrefnis, brennisteins og klórs ásamt öðrum jarðefnafræðilegum kenniefnum. Alþjóðleg samvinna var í hávegum höfð ásamt því að áhersla var lögð á virkan þátt framhaldsnema og nýdoktora.

Verkefnið varpaði ljósi á þau fingraför sem einkenna djúpættað endurunnið efni í jarðmöttlinum en vel er þekkt að sökk úthafsfleka niður í möttulinn á niðurstreymisflekamótum leiðir til aukins breytileika í efna- og steindasamsetningu möttuls jarðar, þar á meðal undir Íslandi. Á grundvelli áratuga rannsókna á íslensku basalti hefur verið sýnt fram á að möttullinn undir Íslandi er efnafræðilega misleitur og úr honum verða til margvíslegar bráðir. Hér eru því einstök tækifæri til að skilja þau ferli sem hafa áhrif á reikul efni sérstaklega því innan virku gosbeltanna er að finna glerkennt bólstraberg sem og kristalríkt basalt í umtalsverðu magni. Stöðugar samsætur vetnis, súrefnis, brennisteins og klórs í slíku efni hjálpuðu til við að kanna áhrifa bergfræðiferla á reikulefni ásamt því að varpa ljósi á uppspettur þeirra í jarðmöttlinum undir Íslandi.

English:
The overall aim of the project “Volatile heterogeneity in the Icelandic mantle” was to (i) evaluate secondary processes which affect the isotopic characteristics of selected volatile components (H2O, S and Cl) of Icelandic basalts, (ii) assess volatile heterogeneity of the mantle beneath Iceland. Following careful considerations of secondary modifications, our primary goal was to test if different volatile sources are present in the Icelandic mantle. The project involved international collaboration and was largely carried out by doctoral student and postdoctoral scientists.
In the numerous paper listed below, we describe fingerprints of ‘deep recycling’ derived from subduction-related material as well as primordial volatile components in the Iceland mantle plume. Furthermore, the project improved our understanding of how we identify and distinguish process-related stable isotope values from source-related values. It provided an important platform for future work addressing the age and possible nature of recycled volatile components in Iceland, a key mantle plume locality. The project is important for a broad community of Solid-Earth geochemists and geophysicist that aim to map volatile heterogeneity into different domains that are likely to be present in the Iceland plume, as well as the general Earth Science community on the nature and heterogeneity of the Earth’s mantle.

A list of the project’s outputs:
The project has resulted in several research papers that have been published in peer-reviewed journals, some in high-impact journals. Three doctoral students and one master’s student that successfully defended their thesis work over the course of this project have benefited from this project grant.

Heiti verkefnis: Misleitni reikulla efna í íslenska möttlinum/Volatile heterogeneity in the Icelandic mantle
Verkefnisstjóri:
Sæmundur Ari Halldórsson, Háskóla Íslands
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrktímabil: 2019-2021
Fjárhæð styrks kr. 48.992.000
Tilvísunarnúmer Rannís: 196139









Þetta vefsvæði byggir á Eplica