Áhrif þangsláttar á lífríki fjörunnar - verkefni lokið
Fréttatilkynning verkefnisstjóra
Meginmarkmið rannsóknarverkefnisins er að afla þekkingar og skilnings á umhverfisáhrifum þangtekju. Gert er ráð fyrir að þekking sem aflað er nýtist við umhverfisvernd og stjórnun nýtingar þörunga í fjörum.
∙ Rannsókninni var beint að nýtingu Ascophyllum nodosum, klóþangs, á Breiðafirði. Áhersla var lögð á þrjú meginviðfangsefni; 1) áhrif þangtekju á vöxt og stofngerð klóþangs sem er ríkjandi tegund á svæðinu, 2) áhrif á botnlífverur í þangfjöru og 3) áhrif á lífverur sem nýta gæði fjörunnar á flóði.
∙ Undirmarkmið rannsóknanna er að öðlast skilning á eftirfarandi: 1) breytingum á lífmassa,
stofngerð, vexti og endurnýjun klóþangs eftir skurð, 2) áhrifum þangtekju á lífríki í þangfjöru,
skammtíma (mánuðir) og langtíma (ár) endurnýjun lífríkisins og 3) áhrifum þangtekju á þéttleika
rándýra (fiska og krabba) sem sækja bráð í fjöruna á flóði.
∙ Á fjórum stöðum á Breiðafirði voru valdir 150 til 300 m langar klóþangsfjörur þar sem gerð og
halli fjörunnar var svipaður. Á hverju stað var fjörunni skipt í þrjá reiti. Á einum þeirra var þang skorið á sama hátt og gert er við venjulega þangtekju í firðinum. Hinir tveir reitirnir voru hafðir óskornir til viðmiðunar. Fylgst var með áhrifum þangskurðar á stofngerð og lífmassa klóþangs og næstu ár eftir þangskurðinn var árlega hugað að endurnýjun og vexti klóþangs á tilraunareitunum. Mældar voru breytingar í lífmassa, þekju og stærð plantna. Á tveimur öðrum stöðum voru afmarkaðir fjórir reitir. Á tveimur af reitunum var þang skorið og hinir tveir skildir eftir til viðmiðunnar. Þessir reitir voru notaðir annars vegar til að athuga áhrif þangskurðar á lífríki fjörunnar og hins vegar til að skoða áhrif þangskurðar á krabba og fiska í fjörunni á flóði.
∙ Það er einkennandi fyrir fjöruna í Breiðafirði að breytileiki er mikill í lífmassa, vexti og þéttleika,
bæði dýra og plantna. Við þangskurð voru fjarlægð 30 — 70% af lífmassa klóþangs í fjörunni. Við
þangskurð eru einungis efstu hlutar þangsins klipptir af sem getur skýrt það að þekja klóþangs sem var >95 % fyrir uppskeru breyttist ekki mælanlega. Endurvöxtur lífmassa klóþangs var nokkurn veginn jafn næstu fimm árum eftir þangskurð en þá var lífmassinn orðinn svipaður og hann var fyrir þangskurð. Þrjár tegundir stærri krabba lifa í fjörum í Breiðafirði, trjónukrabbi, bogkrabbi og grjótkrabbi. Þeir tveir síðastnefndu hafa tiltölulega nýlega sest að í fjörum Breiðafjarðar. Niðurstöður athugananna benda til að þangtekjan hafi ekki áhrif á þéttleika krabba í fjörum. Alls veiddust 9 tegundir fiska í athuguninni. Niðurstöður benda til að þangsláttur hafi ekki áhrif á sókn fiska í þangskóginn ef frá er talið að heldur meira af ufsa sótti í svæði þar sem þang hafði verið slegið og sá þorskur sem sótti inn á óslegnu svæðin var stærri en sá sem sótti á slegnu svæðin.
∙ Úrvinnsla gagna um áhrif þangtekju á botnlífverur er enn skammt á veg komin og niðurstöður
liggja því ekki fyrir enn. Niðurstöður þessara athugana benda til að þangskurður eins og hann er
stundaður í Breiðafirði hafi lítil sem engin áhrif á lífríki fjörunnar. Líklegast er að hóflegt umfang
þangtekjunnar skýri það.
English:
∙ The main aim of the research project is to gather knowledge and understanding of environmental
effects of seaweed harvesting. Knowledge gained is expected to be of use for habitat conservation
and resource management in intertidal areas subjected to seaweed exploitation.
∙ The focus is on the harvesting of Ascophyllum nodosum, rockweed, that is taking place in
Breiðifjörður. Three main fields were identified for the study; 1) the effects of rockweed
harvesting on the growth and population structure of rockweed the dominant species in the area,
2) the effects on the habitants on the seaweed shore and 3) the effects on main organisms that
are active in the intertidal zone at high tide and utilize its resources.
∙ The objectives of the studies are to gain understanding of the following: 1) Changes in biomass,
population structure, growth and recovery of rockweed after harvesting, 2) the effect of severe
reduction of canopy cover by harvesting and short term recovery on rocky shore biota after the
harvesting and 3) the effects of canopy reduction by harvesting on the abundance of mobile
predators (fish and crabs) preying in the intertidal zone at high tide.
∙ At four sites in Breiðafjörður 150 to 300 m long stretches of rocky shores dominated by
rockweed and with similar topography were selected for monitoring population structure and
recovery. Standing crop, cover and plant height were measured. At each of two other sites four
plots were demarcated. Two of the plots were mechanically harvested and the other two left
intact for control. These plots were used to study the effect of harvesting on the shore biota and
the abundance of mobile predators active at high tide, respectively. Samples were taken for
species identifications and assessing abundance. While fish and crabs were taken in nets and
baited traps.
∙ A characteristic of the plants and animals communities on the rocky shore in Breiðafjörður is
high variability in biomass, growth and abundance. The harvesting rate measured in the
experiments was 30 — 70 % of the biomass. The cover of rockweed which was >95 % before
harvesting did not change measurably. Biomass recovery was more or less even during five years
after harvesting when the biomass had returned the same level as before the harvesting took
place. Three types of larger crabs live on the shores of Breiðafjörður, the spider crab, European
green crab and the newly introduced rock crab. The last two have relatively recently settled in the
shores of Breiðafjörður. Spider crab is the most common crab on rocky shores in the fjord, but
there are various signs that it is retreating due to the introduction of the other species. However,
the results of the observations indicate that the seaweed harvesting does not affect the density of
crabs in the littoral zone. A total of 9 species of fish were caught during the observation. The
results indicate that harvesting seaweed does not affect the movement of fish into the rockweed
forest, except for indications that more saith moved to areas where seaweed had been cut and
that the cod that moved into the uncut areas was larger than the one that came to the harvested
areas.
∙ The processing of data on the effects of seaweed harvesting on benthic shore organisms is not
finished, and the results are therefore not yet available. In general the negative effects of
harvesting were not apparent in this study. The present moderate rate of harvesting seems
important in that respect.
Information on how the results will be applied:
∙ General knowledge of the growth of Rockweed. Better understanding of the impact of seaweed
harvesting on the shore environment. Knowledge gained is expected to be of use for habitat
conservation and resource management in intertidal areas subjected to seaweed exploitation.
A list of the project's outputs:
✓ Knowledge and understanding of the effects of harvesting on the seaweed stands in terms of
biomass and population structure (MS draft 1)
✓ Knowledge of recovery rate of rockweed in Iceland in terms of biomass, density and plant height
and their variability (MS draft 1)
✓ Knowledge of the impact of seaweed harvesting on the rocky shore biota (in process)
✓ Increased knowledge of the growth pattern and growth rate of rockweed in Iceland (in process)
✓ Increased general knowledge of the intertidal animal and plant communities (in process)
✓ Uses of the intertidal zone by predators at high tide. (MSc thesis and MS 3 and 4)
✓ Graduation of two students, one finished a MSc 2022, the other to finish PhD in
2024/2025
Heiti verkefnis: Áhrif
þangsláttar á lífríki fjörunnar/ Environmental effects of seaweed
harvesting
Verkefnisstjóri: Karl Gunnarsson, Hafrannsóknastofnun
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrktímabil: 2018-2020
Fjárhæð styrks kr. 40.813.000
Tilvísunarnúmer Rannís: 185529