Erasmus+ úthlutar 2,2 milljónum evra til samstarfsverkefna

29.6.2015

Erasmus+ menntaáætlun ESB á Íslandi hefur nú úthlutað fjármagni ársins 2015 til umsókna sem bárust 31. mars síðastliðinn í flokki samstarfsverkefna. Styrkupphæðinni, tæplega 2,2 milljónum evra var úthlutað til 14 skóla og stofnana.

  • Mynd af hressu ungu fólki

Að þessu sinni var úthlutað úr þeim hluta Erasmus+ sem nær til samstarfsverkefna á öllum stigum, allt frá leik- og grunnskóla til háskóla og fullorðinsfræðslu. Alls bárust 27 umsóknir og var sótt um tæplega 5,1 milljónir evra. Verkefnin sem hljóta styrk eru afskaplega fjölbreytt og skemmtileg. Nokkur verkefni snúa að jafnréttismálum og kynjafræði, önnur að menntun í ferðaþjónustu, nokkur eru tengd nýsköpun og enn önnur snúa að því að hlúa að þeim sem eiga undir högg að sækja í samfélaginu. Eitt verkefnanna tengist beint skapandi greinum á landsbyggðinni.

 Eftirtaldir aðilar hlutu styrk að þessu sinni:

Háskólastigið 3 aðilar – samtals 451.742 €:

  • Háskólinn á Bifröst – samþætting viðskipta- og laganáms 167.193 €                               
  • Háskóli Íslands – Kynjafræði og heimspeki 129.933 €
  • Háskóli Íslands – Styrkur  til netútgáfu orðabókar 154.616 €   

Starfsmenntun 3 aðilar – samtals 658.087 evrur :

  • Háskólinn á Bifröst – Menntun fyrir ófaglærða í ferðaþjónustu 245.274 €
  • Háskólafélag Suðurlands – Fræðsla og stjórnun í ferðaþjónustu 93.261 €
  • Þekkingarnet Þingeyinga – Skapandi greinar í heimahéraði 319.552 €

  Fullorðinsfræðsla 3 aðilar – samtals 487.865 € :

  • Vinnumálastofnun – Styrking kvenrekinna fyrirtækja á landsbyggðinni 284.132 €
  • Mannréttindaskrifstofa Íslands – Þjálfun fyrir móttöku nýbúa 44.212 €
  • Jafnréttishús – Ferkantaðar konur 159.521€

Leik-, grunn-, og framhaldsskólar 5 skólar – samtals 535.066 € :

  • Þjónustumiðstöð fyrir blinda og sjónskerta – Teach CVI 201.026 €
  • Leikskólinn Holt -  Frá lýðræði til læsi 98.520  €
  • Lágafellsskóli – Út fyrir boxið 60.770  €
  • Leikskólinn Kirkjuból – Þetta er ég 106.430 €
  • Framhaldsskólinn á Höfn – Heilsa þín er verðmæti 68.320 €

Birt með fyrirvara um villur og endanlegar upphæðir í samningum við styrkþega

 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica