Úthlutun úr Tónlistarsjóði

10.1.2014

Fyrri úthlutun úr Tónlistarsjóði 2014 hefur farið fram fyrir verkefni sem efnt verður til fyrri helming 2014. Tónlistarsjóður hefur alls 46 milljónir til umráða fyrir árið 2014.

Tónlistarsjóði bárust 176 umsóknir frá 94 aðilum, samtals að upphæð194.020.000 króna. 

Sextíu umsóknum var úthlutað 27.430.000, þar af voru fimm samstarfssamningar til þriggja ára samþykktir að upphæð 12.000.000. Þrír samningar frá fyrri árum hljóða upp á  6.500.000 til greiðslu nú (sjá neðst á úthlutunarlista). Heildarúthlutun að þessu sinni er 33.930.000. Tæplega 10.000.000 eru til úthlutunar fyrir næsta umsóknarfrest.

Hér má nálgast lista yfir úthlutanir.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica