Áttunda norræna-kínverska norðurslóðaráðstefnan

6.1.2020

Vakin er athygli á því að áttunda norræna-kínverska norðurslóðaráðstefnan verður haldin í Umeå í Svíþjóð, 27. - 29. maí 2020. Ráðstefnan er helguð vísindasamvinnu og þekkingu í þágu sjálfbærni á norðurslóðum. 

  • Nkinverska_1550755752113

Áttunda norræna-kínverska norðurslóðaráðstefnan verður haldin í Umeå í  Svíþjóð dagana 27. - 29. maí 2020. 

Ráðstefnan er helguð vísindasamvinnu og þekkingu í þágu sjálfbærni á norðurslóðum og mun meðal annars fjalla um þróun samfélaga og þekkingarkerfa á Norðurslóðum, hnattvæðingu og Norðurslóðir, samvinnu Kína og Norðurlanda og vistkerfi á Norðurslóðum.

Fyrir áhugasama er bent á að frestur til að senda inn ágrip að erindi fyrir ráðstefnuna er til 1. mars 2020 og skal senda þau til: Niklas Eklund hjá Háskólanum í Umeå á netfangið niklas.eklund@umu.se og til Liu Han hjá CNARC á netfangið liuhan@pric.org.cn.

Frekari upplýsingar veita Þorsteinn Gunnarsson og Egill Þór Níelsson á alþjóðasviði Rannís.

Lesa nánari upplýsingar um ráðstefnuna og skil á ágripum.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica