Ert þú að hugsa um að sækja um verkefnastyrk til Nordplus með umsóknarfresti 3. febrúar 2025? Þá mælum við með að þú kíkir á rafrænt Nordplus Café þann 9. janúar nk. þar sem farið verður ítarlega yfir umsóknarferlið.
Lesa meiraNordplus Norræna tungumálaáætlunin hefur kynnt nýjan verkefnaflokk fyrir 2025: Námskeið í Norðurlandamálum. Markmiðið er að efla nám og kennslu í Norðurlandamálum. Styrkir eru í boði fyrir fjölbreyttar stofnanir, þar á meðal háskóla, skóla, félagasamtök og fyrirtæki, sem skipuleggja námskeið fyrir háskólanema, kennaranema og menntaða kennara. Sérstök áhersla er lögð á skandinavísku málin: dönsku, norsku og sænsku.
Lesa meiraNæsti umsóknarfrestur fyrir áhugasama umsækjendur um verkefnastyrk Nordplus er 3. febrúar 2025 og því verður haldinn kynningarfundur á Teams þann 26. nóvember 2024 kl. 13:00-14:00.
Lesa meiraOpnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki í Nordplus, menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar 2023-2027. Áhersluatriði áætlunarinnar fyrir 2025 er að efla hæfni og þekkingu til að styrkja samkeppnishæfni Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Umsóknarfrestur er til 3. febrúar 2025.
Lesa meiraNordplus býður upp á rafrænan upplýsingafund þann 5. nóvember fyrir umsækjendur sem hafa áhuga á að kynna sér þau tækifæri sem í boði eru og hyggja á að sækja um styrk í næsta umsóknarfrest sem verður þann 3. febrúar 2025.
Lesa meiraUmsóknarfrestur um undirbúningsstyrki í Nordplus Junior, leik- grunn- og framhaldsskólastig, Nordplus Voksen, fullorðinsfræðsla og Nordplus Sprog, norræn tungumál er 1. október 2024.
Lesa meiraÞann 26. ágúst næstkomandi kl. 11:00 verður rafrænn upplýsingafundur haldinn um næsta umsóknarfrest í Nordplus en þá verður hægt að sækja um styrki til að fara í undirbúningsheimsóknir.
Lesa meiraÚthlutað hefur verið úr Nordplus áætluninni rúmlega 12,5 milljónum evra til 347 verkefna og samstarfsneta sem hefjast árið 2024. Alls bárust 544 umsóknir um styrk upp á samtals rúmlega 28,3 miljón evra.
Lesa meira