Nordplus auglýsir eftir umsóknum

10.11.2020

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki í Nordplus. Áhersluatriði áætlunarinnar fyrir 2021 eru aukið samstarf á öllum námsstigum og undirbúningur að grænni framtíð. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2021.

Hægt er að sækja um styrki til mannaskipta- og samstarfsverkefna á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi (Nordplus Junior), á háskólastigi (Nordplus Higher Education), í fullorðinsfræðslu (Nordplus Voksen), til norrænna tungumála (Nordplus Nordens Sprog) og í þveráætlun Nordplus (Nordplus Horizontal).

Áhersluatriði áætlunarinnar fyrir 2021 eru aukið samstarf á öllum námsstigum og undirbúningur að grænni framtíð. Áhersluatriðin eru þó ekki skilyrði fyrir styrk heldur er einnig horft til gæða umsókna.

Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2021 kl. 23:59 (CET).


Nánari upplýsingar má finna á Nordplusonline.org. Þar er að finna tengla á Espresso-umsóknarkerfið og Nordplus handbókina fyrir 2021.


Í ljósi heimsfaraldurs hefur verið opnað fyrir nýja möguleika:

  • Hægt verður að stunda rafræn nemenda-, kennara- og starfsmannaskipti
  • Hægt er að fá endurgreiddan kostnað vegna rafrænna viðburða
  • Fundir sem áætlaðir eru auglitis til auglitis mega færast yfir á netið, án þess að skorið verði í kostnaðarliði
  • Stofnanir sem þegar eru með samninga geta framlengt þeim
  • Í sérstökum tilvikum má nota sér klausuna um ófyrirsjáanlegar aðstæður.

Ef einhverjar spurningar vakna eru umsækjendur hvattir til að hafa samband við:








Þetta vefsvæði byggir á Eplica