Nordplus auglýsir eftir umsóknum
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki í Nordplus. Áhersluatriði áætlunarinnar fyrir 2022 eru aukið samstarf á öllum námsstigum og undirbúningur að grænni framtíð. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2022.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki í Nordplus. Áhersluatriði áætlunarinnar fyrir 2021 eru aukið samstarf á öllum námsstigum og undirbúningur að grænni framtíð. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2022.
Hægt er að sækja um styrki til mannaskipta- og samstarfsverkefna á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi (Nordplus Junior), á háskólastigi (Nordplus Higher Education), í fullorðinsfræðslu (Nordplus Voksen), til norrænna tungumála (Nordplus Nordens Sprog) og í þveráætlun Nordplus (Nordplus Horizontal).
Áhersluatriði áætlunarinnar fyrir 2022 eru aukið samstarf á öllum námsstigum og undirbúningur að grænni framtíð. Áhersluatriðin eru þó ekki skilyrði fyrir styrk heldur er einnig horft til gæða umsókna.
Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2022 kl. 22:59 (23:59 CET).
Nánari upplýsingar má finna á Nordplusonline.org . Þar er að finna tengla á Espresso-umsóknarkerfið og Nordplus handbókina fyrir 2022.
Ef einhverjar spurningar vakna eru umsækjendur hvattir til að hafa samband við:
-
Nordplus fyrir leik-grunn- og framhaldsskóla: Skúli Leifsson
-
Nordplus fyrir háskólastigið: Hulda Hrafnkelsdóttir
-
Nordplus fyrir fullorðinsfræðslu, Norræn tungumál og Horizontal: Dóra Stefánsdóttir