Opið er fyrir umsóknir í Nordplus 2025
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki í Nordplus, menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar 2023-2027. Áhersluatriði áætlunarinnar fyrir 2025 er að efla hæfni og þekkingu til að styrkja samkeppnishæfni Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Umsóknarfrestur er til 3. febrúar 2025.
Nordplus, menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar, hvetur skóla, stofnanir og samtök á sviði menntunar og þjálfunar til að sækja um styrki fyrir alþjóðlegt samstarf, nemenda- og starfsnemaflutninga, auk sameiginlegra verkefna og samstarfsneta milli menntastofnana í Danmörku, Eistlandi, Færeyjum, Finnlandi, Grænlandi, Íslandi, Lettlandi, Litháen, Noregi, Svíþjóð og Álandseyjum.
Umsóknarfrestur er til mánudagsins 3. febrúar 2025, kl. 23:59 CET, og heildarfjárhæð til úthlutunar er um 10,1 milljón evra.
Nánari upplýsingar, leiðbeiningar og samstarfsaðila má finna á heimasíðu Nordplus.
Áhersla Nordplus 2025
Árið 2025 verður áhersla lögð á þemað „Hæfni og þekking fyrir samkeppnishæf Norðurlönd og Eystrasaltsríki.“. Það er þó ekki skilyrði fyrir styrk að umsóknin fjalli um áhersluatriðið heldur er einnig horft á almenn gæði umsókna.
Nordplus áætlanir 2023–2027
Nordplus inniheldur fimm undiráætlanir sem ná yfir öll stig menntunar:
- Nordplus Junior: Styrkir fyrir grunn- og framhaldsskóla og leikskóla
- Nordplus Higher Education: Styrkir fyrir háskólastig
- Nordplus Adult: Styrkir fyrir fullorðinsfræðslu
- Nordplus Horizontal: Þverfagleg verkefni og samstarfsnet
- Nordplus Nordic Languages: Verkefni sem efla norræn tungumál
Nýtt fyrir 2025: Norðurlandamálanámskeið undir Nordplus Nordic Languages. Styrkir fyrir námskeið í norrænum tungunmálum til að viðhalda tungumálaarfleifð Norðurlanda. Námskeiðin eru ætluð kennurum og nemendum á háskólastigi, en sérstök áhersla er á skandinavísku tungumálin (dönsku, norsku og sænsku).
Sækja um Nordplus styrk í gegnum rafræna umsóknarkerfið Espresso