Kynningarfundur um Nordplus norrænu menntaáætlunina felldur niður

3.1.2019

Kynningarfundur um Nordplus norrænu menntaáætlunina sem áætlaður var mánudaginn 7. janúar n.k. hefur verið felldur niður vegna lítillar þátttöku.

Þeir sem hafa áhuga á að sækja um geta hins vegar fengið einstaklingsráðgjöf hjá starfsmönnum Rannís:

Óskar E. Óskarsson veitir ráðgjöf um háskólastigið

Jón Svanur Jóhannesson veitir ráðgjöf um leik- grunn og framhaldsskólastig og

Dóra Stefánsdóttir veitir ráðgjöf um norræn tungumál, fullorðinsfræðslu og verkefni sem fara þvert á skólastig.

Nordplus veitir styrki til allra skólastiga og allir sem starfa við menntamál, innan formlegra menntastofnana eða utan þeirra, geta sótt um í Nordplus, m.a er hægt að sækja um bekkjarheimsóknir, kennaraskipti, norræn tungumálaverkefni og samstarfsverkefni á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndum. Sjá nánar.

Næsti umsóknarfrestur er 1. febrúar 2019.








Þetta vefsvæði byggir á Eplica