Kynningarfundur um Nordplus Norrænu menntaáætlunina

12.10.2022

Kynningarfundur um Nordplus Norrænu menntaáætlunina verður haldinn í Norræna húsinu miðvikudaginn 9. nóvember kl. 17:00 og kynnt verða öll þau tækifæri sem Nordplus býður upp á. 

Nordplus er stærsta menntaáætlun Norðurlandanna og inniheldur fimm undiráætlanir á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi, fullorðinsfræðslu, á háskólastigi, á sviði tungumála Norðurlandanna og svo áætlun sem vinnur þvert á skólastig. Næsti umsóknarfrestur um verkefnastyrk er 1. febrúar 2023 og því bjóðum við til kynningarfunds í samstarfi við Norræna húsið miðvikudaginn þann 9. nóvember.

Kynningin verður haldin kl. 17:00-19:00 og kynnt verða öll þau tækifæri sem Nordplus býður upp á. Ef þið hafið í huga að sækja um styrk eða viljið heyra meira um umsóknarferlið fyrir verkefni þá er tilvalið að taka þátt og spyrja allra þeirra spurninga sem þið hafið. Starfsfólk Nordplus verður á staðnum, segir frá umsóknarferlinu og gefur góð ráð varðandi verkefnin.

Viðburðurinn er opinn fyrir öll en við biðjum ykkur um að skrá ykkur hér

Dagskrá:

17:00 – Kynning á Nordplus og undiráætlunum

17:30 – Opið fyrir spurningar, spjall og ráðgjöf – starfsfólk Rannís svarar spurningum

18:15 – Mikael Lind og Joanna Sjunnesson flytja fallega tóna

18:35 – Spjall og léttar veitingar

Verið velkomin!








Þetta vefsvæði byggir á Eplica