Úthlutun Nordplus 2018

1.6.2018

Úthlutað hefur verið úr Nordplus áætluninni til verkefna sem hefjast á árinu 2018 og hlutu fjölmargir íslenskir aðilar styrk úr áætluninni.

Að þessu sinni bárust 567 umsóknir og hlutu 369 verkefni brautargengi, sem er 65% árangurshlutfall. Alls var úthlutað 9,4 milljónum evra. 

Undanfarin tvö ár hefur Nordplus lagt sérstaka áherslu á verkefni sem fjalla um aðlögun innflytjenda að norrænu samfélagi og er ánægjulegt hve mörg verkefni fjalla um þetta mikilvæga málefni.

Nordplus er menntaáætlun Norræna ráðherraráðsins og skiptist hún í fimm undiráætlanir og hér má sjá þau verkefni sem fengu styrk í hverjum flokki fyrir sig. Rannís hefur umsjón með Nordplus á Íslandi og er einnig umsýsluaðili fyrir tungumálahlutann.

Frétt um úthlutunina á heimasíðu Nordplus áætlunarinnar

Nordplus úthlutun 2018 til íslenskra aðila

Tungumálahluti - Verkefnisstjóri*

Tungumálahluti - Samstarfsaðili í verkefni**

Fullorðinsfræðsla - Verkefnisstjóri*

Fullorðinsfræðsla - Samstarfsaðili í verkefni**

Leik-, grunn- og framhaldsskóli - Verkefnisstjóri*

Leik-, grunn- og framhaldsskóli - Samstarfsaðili í verkefni**

Horizontal - Verkefnisstjóri*

Horizontal - Samstarfsaðili í verkefni*

Háskólahluti - Verkefnisstjóri*

Háskólahluti - Samstarfsaðili í verkefni*


* Þá er viðkomandi aðili stýristofnun í verkefninu og fer með fjármál þess.
** Þá er viðkomandi einn af mörgum samstarfsaðilum í verkefninu og þessi upphæð dreifist á allt verkefnið.








Þetta vefsvæði byggir á Eplica