Vel sóttur kynningarfundur um Nordplus
Í gær var haldinn kynningarfundur um Nordplus menntaáætlun norrænu ráðherranefndarinnar.
Nordplus veitir styrki til menntasamstarf á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndum ásamt sjálfstjórnarríkjunum Færeyjum, Grænlandi og Álandseyjum. Fjölmenni var á kynningarfundinum og hugmyndir af mörgum verkefnum reifaðar.
Rannís hvetur kennara á öllum skólastigum og aðra sem koma að menntun að skoða möguleikana á norrænu samstarfi.
Næsti umsóknarfrestur er 1. febrúar 2018.