Velkomin á Nordplus Café!
Ert þú að hugsa um að sækja um verkefnastyrk til Nordplus með umsóknarfresti 3. febrúar 2025? Þá mælum við með að þú kíkir á rafrænt Nordplus Café þann 9. janúar nk. þar sem farið verður ítarlega yfir umsóknarferlið.
Þann 9. janúar næstkomandi kl. 12:00-13:30 verður rafrænn upplýsingafundur um næsta umsóknarfrest í Nordplus sem er 3. febrúar 2025. Fundargestum verður skipt í hópa eftir undiráætlunum og farið verður í smáatriðum yfir umsóknarferlið í hverri undiráætlun fyrir sig. Ef þið hafið í huga að sækja um styrk fyrir næsta umsóknarfrest þá hvetjum við ykkur til að skrá ykkur á þennan fund og jafnframt skrá ykkur sem fyrst í umsóknarkerfið Espresso og byrja á umsókn.
Umsjónarmenn allra undiráætlana Nordplus stjórna fundinum og segja frá umsóknarferlinu, svara spurningum og gefa góð ráð. Hægt er að sækja um styrk í öllum undiráætlunum Nordplus.
Undiráætlanir Nordplus:
- Nordplus Junior, leik-, grunn- og framhaldsskólastig
- Nordplus fyrir háskólastigið
- Nordplus Voksen, fullorðinsfræðsla
- Nordplus Horizontal, þvert á skólastig
- Norplus Sprog, norræn tungumál
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Nordplus
Nauðsynlegt er að skrá sig en opið er fyrir skráningar til og með mánudeginum 8. janúar 2024. Athugið að viðburðurinn fer fram á ensku.
Ef þið hafið einhverjar spurningar þá má alltaf hafa samband við starfsfólk Nordplus á Íslandi: Senda póst