Tengslaráðstefna um menningararfleið og hlutverk hennar í fullorðinsfræðslu
Nordplus býður til tengslaráðstefnu dagana 16.-18. október 2018 í Östersund, Svíþjóð. Ráðstefnan er ætluð fólki sem starfar við fullorðinsfræðslu og lögð er sérstök áhersla á þátttöku aðila sem bjóða upp á fræðslu sem tengist menningararfleifð á einhvern hátt.
Frekari upplýsingar um ráðstefnuna (á ensku).
Búist er við um 35 þátttakendum frá Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum, þar af fimm EPALE sérfræðingum. Íslenskir þátttakendur geta fengið 500 evra þátttökustyrk frá Nordplus áætluninni.
Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 14. september.