Norræna tungumálaþingið Trans-Atlantic Language Congress

21.11.2019

Norrænt ungmennaþing verður haldið 28. - 30. nóvember n.k. á Varmalandi í Borgarfirði. Þar munu mætast hátt í 80 ungmenni frá Norðurlöndunum til að ræða stöðu norrænar tungu

  • Nordic-Yout-Coopear

Í bígerð er endurskoðun á norrænni tungumálastefnu og af því tilefni hefur Norræna ráðherranefndin óskað eftir að fá innsýn og innlegg ungmenna í þá vinnu.

Þingið, sem haldið er undir yfirskriftinni TALC: Trans-Atlantic Language Congress - North Youth cooperation, er samstarfsverkefni Samfés, Rannís, Mennta- og menningarmálaráðuneytis og Norrænu ráðherranefndarinnar.

Við lok þingsins, laugardaginn 30. nóvember kl. 15:30, munu ungmennin afhenda Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, afrakstur vinnunnar við sérstaka athöfn í Norræna Húsinu.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica