Greining á hlutverki MITF í litfrumum og sortuæxlum með skilyrtum stökkbreytingum í mús - verkefni lokið
Fréttatilkynning verkefnisstjóra
Í verkefni þessu voru tvær nýjar skilyrtar stökkbreytingar í Mitf geninu notaðar til að greina hlutverk þessa mikilvæga stjórnpróteins í þroskun litfruma og forvera þeirra og í myndun sortuæxla. Einnig voru útbúnar litfrumulínur sem bera þessar skilyrtu stökkbreytingar og svipgerð þeirra skoðuð.
Mýs þessar og frumulínur hafa svarað mörgum mikilvægum spurningum varðandi hlutverk Mitf í litfrumum og stofnfrumum þeirra og í myndun sortuæxla. Bæði mýsnar og frumulínurnar verða mikilvæg rannsóknartæki til framtíðar. Verkefnið var unnið í samstarfi rannsóknastofa þeirra Lionel Larue (Institut Curie, París, Frakkland) og Eiríks Steingrímssonar (Háskóli Íslands). Nokkrar vísindagreinar munu verða til úr verkefninu.
English
In this project we have characterized the role of the Mitf transcription regulator during melanoblast and melanocyte development as well as during the different steps of melanoma formation using two novel inducible mutations in Mitf. We have also generated and characterized inducible melanocyte and melanoma cell lines from these mutant mice. The mice and cells generated and characterized in this project have answered important questions about the role of Mitf in melanocytes and their stem cells as well as in melanoma. They will be an extremely useful future resource. The project involved a collaboration between the laboratories of Lionel Larue (Institut Curie, Paris, France) and Eiríkur Steingrímsson (University of Iceland). Several scientific publications will result from this project.
Photo: Transgenic mice after treatment with Tamoxifen. The two grey mice in front carry the Tyr::CreErt2; MitfK243R/MitfK243R; BrafV600E transgenes whereas the mouse in the back lacks Tyr::CreErt2 and therefore does not induce the MitfK243R and BrafV600E mutations.
Heiti verkefnis: Greining á hlutverki
MITF í litfrumum og sortuæxlum með skilyrtum stökkbreytingum í mús/The role of
MITF in melanoma as determined using conditional mutations in mice
Verkefnisstjóri: Eiríkur Steingrímssonm, Háskóla Íslands
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrktímabil: 2017-2019
Fjárhæð styrks: 42,957 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís:
174456