Romane lila. Sagan flókna um útgáfu Rómafólksins og sjálfsímyndarstefnu þess - verkefni lokið
Fréttatilkynning verkefnisstjóra
Markmið verkefnisins Romane lila var að rannsaka og greina innbyrðis tengda sögu sjálfsmyndastefna Rómafólks og menningarvenja þeirra, eins og þau koma fram í ritum Rómafólks í Evrópu og annars staðar í heiminum.
Romane lila (sem þýðir bækur Rómafólks / rit skrifuð á Rómaní) er framlag til fræðilegrar þekkingar og samfélagslegs skilnings á bókmenntum Rómafólks á margan hátt; sem gagnagrunnur um menningu Rómafólks, fyrirlestra, ritgerða og útgáfu, þar sem litið er á bókmenntir Rómafólks í Evrópu og á heimsvísu sem samtengt fyrirbæri.
Vonir standa til að opinn aðgangur að gagnagrunni Róma-bókmennta og fræðilegs efnis þar að lútandi, gagnist rannsakendum úr mismunandi greinum í framtíðinni. Þessi gögn munu nýtast kennurum úr röðum Rómafólks, sérfræðingum í málefnum þeirra, útgefendum úr röðum Róma og annarra minnihlutahópa og baráttufólki fyrir menningarlegum réttindum, og stuðla að aukinni virðingu fyrir menningu og tungumáli Rómafólks, sem hluta af tungumálaarfleifð heimsins. Á tímum sem einkennast af neikvæðum staðalímyndum og auknum fordómum gegn Rómafólki og innflytjendum um alla Evrópu, stuðlar verkefnið síðast en ekki síst að því að styrkja sjálfstaust innan samfélaga Rómafólks.
Verkefnið
hefur gefið af sér:
Ítarlegan rannsóknagrunn um bókmenntir Rómafólks, þar með talda víðtæka og
nýuppfærða heimildaskrá yfir ritverk skrifuð á Rómaní, lítið safn bóka á Rómaní
í Stofnun Vigdísar Finnbogdóttur, safn 30 viðtala við vísindamenn, rithöfunda
úr röðum Rómafólks og aðgerðasinna í málefnum þeirra, ásamt stafrænum útgáfum á
textum og upptökum. Gerður var gagnagrunnur með yfir 2000 titlum sem bíða
framtíðarútgáfu í varðveislusöfnum rannsókna.
Traustan fræðilegan ramma sem varð aðferðafræðilegur bakgrunnur nýdoktorsrannsóknarinnar og útgefins efnis.
Framlag til kenninga og vísindalegrar þekkingar á bókmenntum Rómafólks með kynningu niðurstaðna meðal vísindamanna.
Frumkvæði að norrænu neti vísindamanna og Róma-aðgerðarsinna sem vinna að bókmennta-, þjóðsagna- og sagnaritum (og fjáröflun til framtíðarstarfsemi).
Upphaf óformlegs alþjóðanets fyrir rannsóknir á Róma-bókmenntum, sem nú leggur drög að árlegum umræðum á stærsta fræðilega viðburði innan Rómafræðanna.
Alls 21 grein og boðsfyrirlestrar fluttir á 6 íslenskum og 15 alþjóðlegum viðburðum um efni rannsóknarverkefnisins.
8 birtar greinar og ritgerðir um bókmenntir Rómafólks.
English:
Romane lila project´s goal was to research and analyse the interrelated history of Romani identity policies and written culture practices on the example of Romani publications in Europe and worldwide. Romane lila (meaning Romani books/publications in Romani) contributes to the academic knowledge and societal understanding of the Romani literature by various means among which creation of a database of Romani written culture, lectures, papers and publications looking into Romani literature in Europe and globally as a common phenomenon.
The open access publication of the theoretical results and the Romani literature database are expected to be a solid resource for future scholarship from different disciplines. They are useful for practitioners as Romani teachers, experts on Roma issues, minority publishers, cultural rights activists, etc., and contribute to elevating the status of Romani written culture and language as part of the world’s linguistic heritage. In this way, in a moment of a rise of strong anti-Roma and anti-migrants feelings throughout Europe backed up by century-long negative stereotypes, the project contributed also to strengthening Romani communities’ self-esteem.
The project outputs are: A developed Romani literature research infrastructure (including a comprehensive up-to-date bibliography of Romani publications pieces, small Romani publications library at the VFI, archival collection of 30 interviews with researchers and Romani authors and activists, as well as digitalization and recordings; a database of Romani literature titles with at over 2000 entries was created and awaits future publishing at a research repository. The outputs are also: Solid theoretical grid that became the methodological background of the postdoctoral research and for the publications produced.
Contribution to the theory of and scientific knowledge about Romani literature by publicity of the results among researchers; Initiating a Nordic network of researchers and Roma activists working on literary, folklore and history narratives (including obtaining funding for future activities); Starting up an informal global network for Romani literature research that is currently organizing annual panels at the biggest academic Romani Studies event;
A total of 21 papers and invited talks given at 6 (Icelandic) and 15 international academic forums on the topic of the research project; 8 published articles and monograph on Romani literature.
Heiti verkefnis: Romane lila. Sagan
flókna um útgáfu Rómafólksins og sjálfsímyndarstefnu þess/Romane lila. The
entangled history of Romani publications and Romani identity politics
Verkefnisstjóri: Sofiya Zahova, Háskóla Íslands
Tegund styrks: Nýdoktorsstyrkur
Styrktímabil: 2016-2018
Fjárhæð styrks: 26,118 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís:
163079