Stuðningur foreldra barna sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi - verkefni lokið
Fréttatilkynning verkefnisstjóra
Meginmarkmið rannsóknarinnar voru tvíþætt. Annars vegar að prófreyna nýjan spurningalista um stuðning foreldra barna sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi – svokallaða Könnun um foreldrastuðning – með því að rannsaka áreiðanleika og réttmæti og bera saman svör foreldra og barna þeirra. Hins vegar að kanna hvort stuðningur foreldra barna sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi tengist bakgrunnsþáttum barns og foreldris, streituupplifun foreldris, stuðningi foreldris og líðan barns.
Rannsóknin var unnin í samstarfi við Barnaverndarstofu og Barnahús sem heyrir undir hana. Þátttakendur voru 6 til 17 ára börn sem fóru í meðferð vegna kynferðislegs ofbeldis til Barnahúss í Reykjavík á tímabilinu 2014 til 2019 ásamt foreldrum þeirra sem komu með þau í meðferð. Gagnaöflun stendur enn yfir, en alls hafa 96 pör foreldra (90,6% konur, meðalaldur 41 árs) og barna (86,5% stúlkur, meðalaldur 14 ára) tekið þátt í rannsókninni. Frumniðurstöður gefa til kynna að áreiðanleiki spurningalistans sé góður og samleitni réttmæti viðunandi (8 atriða listi fyrir börn og 16 atriða listi fyrir forelda). Niðurstöðurnar sýna að fylgni er milli meiri stuðnings foreldra við börn, samkvæmt mati barns og foreldris, og færri einkenna áfallastreituröskunar. Einnig gefa þær til kynna að stór hluti foreldra sem kemur með barn sitt til meðferðar í Barnahús upplifir mikla streitu og vill gjarnan fá aðgang að meðferðarúrræðum til að bæta líðan sína. Þessar niðurstöður varpa ljósi á mikilvægi foreldrastuðnings fyrir börn sem hafa orðið fyrirkynferðislegu ofbeldi. Þá benda þær til að foreldrar barna sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi séu líklegir til að upplifa mikla streitu og kjósi gjarnan aðstoð til að bæta líðan sína. Niðurstöður rannsóknarinnar eiga því að nýtast til að þróa meðferðarúrræði fyrir börn sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi sem og fyrir foreldra þeirra.
English:
This study had two main objectives. The first objective was to test a new questionnaire on parental support of sexually abused children, called the Parental Support After Child Sexual Abuse (PSCSA) Measure, by determining its reliability, validity, and compare results between parent and child versions. The second objective was to determine if parental support of sexually abused children is related to demographic variables of the child and family, parental stress, parental social support and child psychological adjustment. The study was conducted in cooperation with the Government Agency for Child Protection. Participants were children, aged 6 -17 years, who were undergoing therapy for child sexual abuse at the agencies affiliate Children´s house (Barnahús) in Reykjavik, Iceland, in 2014 to 2019, as well as the parent who brought the child to therapy. The data collection is still ongoing and 96 pairs of parents (90.6% women, average age 41) and their children (86.5% girls, average age 14) have participated. The results indicate good reliability for the parent and child version of the questionnaire as well as adequate convergent validity (8 item child version and 16 item parent version). Furthermore, they indicate that greater parental support, according to the child's and parent's evaluation, is related to fewer symptoms of post-traumatic stress disorder among this group of children. Finally, results indicate that many parents who bring their child for therapy to Children's House experience high stress and would like treatment to improve their well-being. The results emphasize the importance of parental support for sexually abused children and that parents experience significant stress and would like assistance to cope with it. The results of this study can be used as contribution to further develop treatment interventions with sexually abused children and their parents.
Heiti verkefnis: Stuðningur foreldra
barna sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi/ Support of Parents of Sexually Abused Children
Verkefnisstjóri: Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, Háskólanum í Reykjavík
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrktímabil: 2014-2016
Fjárhæð styrks: 18,182 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 141848