Hervædd karlmennska og fyrrverandi hermenn - verkefni lokið
Fréttatilkynning verkefnisstjóra
Við lok borgarastyrjalda liggja fyrir mörg og mikilvæg verkefni sem takast þarf á við á skjótan og skilmerkilegan hátt. Aðlögun fyrrverandi hermanna og skæruliða að nýju lífi er á meðal þeirra mikilvægustu og brýnustu. Til þess að takast á við það hefur gjarnan verið lagt upp með viðamikil afvopnunarverkefni þar sem áhersla er á afvopnun fyrrverandi stríðandi fylkinga ásamt aðlögun þeirra að nýju lífi.
Þessi rannsókn fjallaði um aðlögun fyrrverandi hermanna og skæruliða í Búrúndi, samfelldni, sem og breytingar, sem fylgja því að færast frá félagslegum hópi hermanns/skæruliða yfir í félagslegan hóp hins óbreytta borgara.
Markmið rannsóknarinnar var að öðlast djúpan skilning á því hvað aðlögunarferli felur í sér og hvernig fyrrverandi hermenn og skæruliðar upplifa þetta ferli. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að aðlögunarferli hermanna og skæruliða snúist um tengslamyndanir fremur en breytingar á einstaklingum sem fara í gegnum ferlið. Þegar einstaklingseinkenni eins og kyngerfi eða viðhorf til ofbeldis voru skoðuð, fundust fá merki um að fyrrverandi hermenn og skæruliðar væru ólíkir öðrum hópum í Búrúndí. Aðalmunurinn var að þrátt fyrir að vera félagslega og efnahagslega líkir hópar þurftu fyrrverandi hermenn og skæruliðar að sannfæra hina óbreyttu borgara um gildi sitt og rétt til að heyra til í samfélaginu.
Niðurstöður rannsóknarinnar koma fram í fjórum greinum sem birtar verða í alþjóðlegum ritrýndum tímaritum, sem og teknar saman í doktorsritgerð Guðrúnar Sifjar Friðriksdóttur, sem ber heitið The Battle for Belonging: Reintegration of Ex-combatants in Burundi. Greinarnar eru eftirfarandi:
Friðriksdóttir, G. S. (2018). Soldiering as an obstacle to manhood? Masculinities and ex-combatants in Burundi. Critical Military Studies. DOI: 10.1080/23337486.2018.1494884
Friðriksdóttir, G. S. (2018). Ex-combatants as social activists: War, peace and ideology in Burundi. Conflict, Security and Development, 18(1), 1-16, DOI: 10.1080/14678802.2017.1420311
Friðriksdóttir, G. S. (í ritrýni). Navigating Networks: The reintegration of ex-combatant in Burundi. Social Anthropology.
Friðriksdóttir, G. S. (í ritrýni). Reintegrating into neutrality: Ex-combatants’ political engagement in ‘post’-conflict Burundi. Nordic Journal of African Affairs.
Nordic Journal of African Affairs er með opinn aðgang. Hinar greinarnar eru fáanlegar í gegnum opinvísindi.is.
English:
At the end of civil wars, one of the most important tasks is the successful reintegration of ex-combatants. For this to occur, great efforts are put into disarmament, demobilization, and reintegration (DDR) programmes for former fighters. This project explored the reintegration of ex-combatants in Burundi and the continuity and change they faced in the transition between the social categories of ex-combatant and civilian.
The aim of the research was to gain a deeper understanding of what reintegration entails and what it meant to the ex-combatants themselves. The findings indicated that reintegration for the interlocutors was a relational process rather than an individual transformation. When it came to individual identity markers such as gender or attitudes to violence, there was little evidence of ex-combatants being different from the general public in Burundi. The key difference was that, despite socio-economic similarities, ex-combatants needed to convince non-ex-combatants of their worth and right to belong to the community.
The result of the research are available in four articles published in international peer-reviewed journals, as well as compiled together in the PhD thesis of Guðrún Sif Friðriksdóttir, titled The Battle for Belonging: Reintegration of Ex-combatants in Burundi. The articles are as follows:
Friðriksdóttir, G. S. (2018). Ex-combatants as social activists: War, peace and ideology in Burundi. Conflict, Security and Development, 18(1), 1-16, DOI: 10.1080/14678802.2017.1420311
Friðriksdóttir, G. S. (under review). Navigating Networks: The reintegration of ex-combatants in Burundi. Social Anthropology.
Friðriksdóttir, G. S. (under review). Reintegrating into neutrality: Ex-combatants’ political engagement in ‘post’-conflict Burundi. Nordic Journal of African Affairs.
The Nordic Journal of African Affairs is an open access journal. The other articles are available through opinvisindi.is
Heiti verkefnis: Hervædd karlmennska og
fyrrverandi hermenn/Militarized Masculinity and Ex-combatants
Verkefnisstjóri: Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, Háskóla Íslands
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrktímabil: 2015-2017
Fjárhæð styrks: 13,7 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 152143