Treble - Sýndarhljóðvist - verkefni lokið
Fréttatilkynning verkefnisstjóra
Treble Technologies lauk sprotaverkefninu „Treble-sýndarhljóðvist“ haustið 2021. Upphaflega var áætlað að verkefnið yrði í gangi í tvö ár en þar sem Treble hlaut nýjan styrk Vaxtar frá Rannís á haustmánuðum 2021 er verkefninu lokið undi merki Spretts.
Á fyrsta ári vekefnisins gekkk Treble í gegnum miklar breytingar og hefur starfsemin vaxið mikið með aðkomu fjárfesta. Spretts styrkurinn var afar mikilvægur fyrir félagið og má segja að veiting styrksins hafi ýtt fyrirtækinu úr vör af alvöru.
Verkefnið snéri að þróun hugbúnaðar,
sem mun gjörbylta því hvernig unnið er með hljóðvist við hönnun bygginga. Síðastliðin
ár hefur orðið mikil vitundarvakning varaðandi mikilvægi góðrar hljóðvistar. En
þar sem hljóðvist er mjög óáþreifanlegt fyrirbæri, getur reynst erfitt fyrir
ekki-hljóðsérfræðinga, s.s. arkitekta og hagsmunaaðila, að vinna með
hljóðvistina. Þau stafrænu hljóðvistartól sem eru nú á markaðnum eru öll
sérhæfð verkfræðitól með flóknum ferlum og eru þar að auki byggð á úreltri og
ónákvæmri tækni. Treble er byggt á nýjum vísindalegum framförum okkar á sviði
hermunartækni, sem gera okkur kleift að útbúa nákvæma „sýndarhljóðvist“ í 3D byggingarlíkönum.
Þetta þýðir að notandinn getur „stigið inn“ í módelið, t.d. með hjálp
sýndarveruleikatækni og unnið með og upplifað hönnunina í rauntíma, í
auðskiljanlegri og heildrænni sýndarupplifun sem sameinar hljóð og mynd. Þannig
gerum við hönnuðum bygginga auðvelt að hanna með tilliti til hljóðvistar.
Allar skilgreindar vöruður náðust og var tilheyrandi afrakstri skilað í samræmi við áætlanir. Treble hlaut haustið 2021 R&Þ styrk undir merkjum Vaxtar og mun áframhaldandi þróun eiga sér stað undir þeim merkjum. Stefnt er á að hefja markaðssetningu fyrstu lausnar Treble árið 2022.
Sjá: https://treble.tech/
HEITI VERKEFNIS: Treble – Sýndarhljóðvist
Verkefnisstjóri: Finnur Pind
Styrkþegi: Treble Technologies ehf.
Tegund styrks:Sproti
Fjöldi styrkára: 1
Fjárhæð styrks: 10.000.000 ISL kr. alls
VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.