League Manager - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

29.8.2022

Sprotafyrirtækið Vettvangur íþrótta ehf. hlaut sprotastyrk fyrir verkefnið „League Manager“.

Logo tækniþróunarsjóðsMeginþema íþróttavettvangsins, sem „League Manager“ verkefnið er hluti af, er að skapa íþróttavettvang sem:

  • Nýtir allt það besta úr nútímatækni til að einfalda og auðvelda stjórnun og skipulagningu íþróttamóta. 
  • Nýtist öllum íþróttagreinum.
  • Sparar vinnu og kostnað, einfaldar upplýsingaflæði og færir upplýsingagjöf yfir í rauntímaupplýsingar.
  • Nýtir upplýsingatækni og snjalltæki samtímans fyrir alla þá sem eiga snertiflöt við íþróttamót.
  • Eykur jákvæða upplifun þeirra sem tengjast íþróttamótum og íþróttakeppni. 
  • Gefur möguleika á jafnari viðureignum og keppni. 
  • Er samfélags- og upplýsingamiðill viðkomandi móts, keppni.

Afurð League Manager verkefnisins inniheldur meðal annars:

  • Uppröðun viðureigna og samkeppnisgreina eftir keppnisformum. 
  • Skráning móts og keppnissvæða og vallarskipulag innan hvers keppnissvæðis.
  • Niðurröðun viðureigna og íþróttagreina á velli.
  • Dómaraskipulag, niðurröðun dómara á velli og skráning árangurs, stöðu og úrslita.
  • Notkun á fleiri en einu tungumáli á einu og sama móti, hver notandi getur valið þau tungumál sem eru í boði.
  • Samhæft fyrir snjalltæki og tölvur.

Á líftíma League Manager verkefnisins var raunnotkun í fjórum hópíþróttagreinum til þess að tryggja hæfni, gæði, áreiðanleika og afkastagetu afurðar verkefnisins. Endurgjöf fékkst frá notendum í öllum þessum íþróttagreinum.

Nánari upplýsingar finnast á eftirfarandi vefslóð: https://www.leaguemanager.io/home

HEITI VERKEFNIS: League Manager

Verkefnisstjóri: Oddur Sigurðarson

Styrkþegi: Vettvangur íþrótta ehf.

Tegund styrks:Sproti

Fjöldi styrkára: 2

Fjárhæð styrks: 20.000.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica