Rannsóknasjóður: maí 2024

7.5.2024 : Er SETDB2 MITF-háður rofi sem ræður frumuskiptingum og eiginleikum utanfrumuefnis í sortuæxlum? - verkefni lokið

Sortuæxli myndast í litfrumum (e. melanocytes) húðarinnar. Sortuæxli eru einkum banvæn þegar þau meinvarpast í önnur líffæri líkamans. Það er því mikilvægt að skilja hvernig meinvarpinu er stjórnað.

Lesa meira

7.5.2024 : Lífríki og búsvæði á Reykjaneshrygg - verkefni lokið

Í verkefninu “Lífríki og búsvæði á Reykjaneshrygg” var mikilvægi Reykjaneshryggs sem búsvæði fyrir botndýralíf kannað. Hryggurinn var myndaður í eldsumbrotum og samanstendur af grófu landslagi með hörðum botni. Markmið verkefnisins var að fá betri innsýn inn í Reykjaneshrygginn sem búsvæði fyrir botndýralíf, með sérstaka áherslu á hverastrýtur á Steinahól sem liggur á 200 m dýpi.

Lesa meira

7.5.2024 : Áhrif þangsláttar á lífríki fjörunnar - verkefni lokið

Meginmarkmið rannsóknarverkefnisins er að afla þekkingar og skilnings á umhverfisáhrifum þangtekju. Gert er ráð fyrir að þekking sem aflað er nýtist við umhverfisvernd og stjórnun nýtingar þörunga í fjörum.

Lesa meira

7.5.2024 : Áhættuþættir fyrir áverka á fremra krossband; lífaflfræðileg greining á aldurs- og kynbundnum breytingum og áhrifum fyrirbyggjandi þjálfunar. Framskyggn slembiröðuð samanburðarrannsókn - verkefni lokið

Verkefnið var framhaldsrannsókn af annarri sem nýtti þrívíddargreiningu á hreyfingu ungra íþróttamanna. Þessi annar fasi rannsóknarinnar fólst í því að bjóða fyrri þátttakendum, sem komu fyrst sem 10-11 ára börn, að snúa aftur sem unglingar og endurtaka mælingarnar. Þannig var hægt að greina breytingar sem verða yfir þetta árabil mikils þroska, með áherslu á lífaflfræðilega þætti sem tengjast áhættu alvarlegra hnémeiðsla.

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica