Rannsóknasjóður

23.4.2024 : Þróun og árangursmat á hugrænni atferlismeðferð við starfrænum einkennum sem skerða vinnugetu - verkefni lokið

Um þriðjungur notenda heilsugæslu greinir frá þrálátum líkamlegum einkennum sem eiga sér ekki þekktar líffræðilegar orsakir. Á Íslandi er skortur á árangursríkri meðferð við slíkum einkennum en sýnt hefur verið fram á árangur hugrænnar atferlismeðferðar við meðferð tiltekinna tegunda þessara óútskýrðu líkamlegu einkenna.

Lesa meira

23.4.2024 : Nihewan setlagadældin í Kína: Umhverfi og loftslag við búsetu einhverra fyrstu landnema af mannætt utan Afríku - verkefni lokið

Setlög og fornleifar í Nihewan lægðinni í Kína spanna tímabilið frá fyrri hluta fram á síðari hluta Pleistósen. Í þeim hafa fundist ýmsir gripir sem benda til endurtekinnar viðveru frummanna á svæðinu.

Lesa meira

23.4.2024 : Áhrif erfða og langtímaaðlögunar á genatjáningu og svipfar í fléttusambýlum - verkefni lokið

Genatjáning í fléttum af ættkvíslinni Peltigera var rannsökuð með markvissum tilraunum á rannsóknastofunni og úti í náttúrunni með áherslu á streitu og viðbrögð við breyttu umhverfi, einkum hitastigi.

Lesa meira

23.4.2024 : Aðferðir til að meta hraða segulhvarfa og rannsóknir á segulskyrmeindum fyrir nanóíhluti framtíðarinnar - verkefni lokið

Í sumum efnum eru atómin líkt og litlir seglar og þótt þeir raði sér oftast upp á reglulegan hátt annað hvort með því að snúa allir eins eða sitt á hvað, þá er einnig mögulegt að þeir myndi flókin mynstur sem eru staðbundin, með þúsundum eða jafnvel milljónum atóma. Stefna seglanna getur myndað ýmiskonar mynstur og það er hægt að flytja þessi mynstur frá frá einum stað til annars með rafstraumi.

Lesa meira

22.4.2024 : Forrit í náttúrunni: Óvissa, aðlögunarhæfni og sannprófun - verkefni lokið

Cyber-Physical Systems (CPSs) are characterised by the interaction of various agents operating under highly changing and, sometimes, unpredictable environmental conditions. For instance, the dynamic
physical environmental processes can only be approximated in order to become computationally tractable; some agents may appear, disappear, or become temporarily unavailable, thus causing faults or conflicts; sensors may introduce measurement errors; etc.

Lesa meira

22.4.2024 : Öreigabókmenntir jaðranna: Róttækar bókmenntir millistríðsáranna (1918–1939) - verkefni lokið

"Peripheral Proletarianism" investigated proletarian literature written during the interwar period (1918-1939). Focusing on literature written in locations traditionally understood as peripheral vis-à-vis the economic and cultural centers of the period (i.e., London, Paris, New York,  Moscow), the project contributed to discussions of peripheral literary traditions.

Lesa meira

22.4.2024 : Gangvirki æxlunareinangrunar milli samsvæða bleikjuafbrigða - verkefni lokið

Tegundamyndun (hvernig nýjar tegundir myndast) er grundvallarhugtak í þróunar- og verndarlíffræði, en skilningur okkar á undirliggjandi ferlum tegundamyndunar er enn takmarkaður. Í Þingvallavatni hefur átt sér stað hröð þróun bleikju sem með aðlögun að mismunandi búsvæðum vatnsins hefur alið af sér afbrigði með ólíka líkamslögun og atferli. Því veita þessir fiskar einstakt tækifæri til að rannsaka hvernig stofnar geta aðlagast á mismunandi hátt og myndað aðskildar tegundir án þess að til komi
landfræðilegar hindranir.

Lesa meira

22.4.2024 : Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð: Tekist á um borgaraþátttöku, vald stofnana og sameiginleg gæði - verkefni lokið

Verkefnið lýðræðisleg stjórnarskrárgerð hefur frá 2019 verið virkur rannsóknavettvangur á sviði stjórnarskrárgerðar. Fimm doktorsnemar og einn nýdoktor sem unnið hafa með og á vegum verkefnisins hafa rannsakað þátttökuferla og hönnun stjórnarskrár sem auka skilning á flóknum tengslum fulltrúalýðræðis og borgaralegrar lýðræðislegrar þátttöku.

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica