Mats- og úthlutunarferlið

Allar umsóknir sem berast sjóðnum eru metnar af Bókasafnaráði sem leggur mat á umsóknir með hliðsjón af hlutverki sjóðsins samkvæmt bókasafnalögum (20. gr) og auglýstum áherslum ef einhverjar. Við úthlutun styrkja árið 2024 njóta forgangs umsóknir sem tengjast markmiðum bókasafnalaga (6.gr) um að efla lestraráhuga og upplýsingalæs. Við mat á umsóknum er tekið mið af reglum um Bókasafnasjóðs

Mat á umsóknum skal einkum byggjast á eftirtöldum sjónarmiðum ( sjá matskvarða ): 
  • Verkefnið falli vel að markmiðum Bóksafnasjóðs
  • Efni sem liggur til grundvallar umsókn er vel skilgreint og hefur mikið gildi.
  • Vinnulýsing er vel skilgreind, sannfærandi og líklegt að markmið náist.
  • Fjárhagsáætlun er vel unnin og trúverðug.
  • Verkefnisstjórn / bókasafn er líklegt til að ná settu markmiði.
  • Hafi umsækjandi þegið styrk úr Bókasafnasjóði áður þarf að liggja fyrir loka- eða áfangaskýrsla um framkvæmd fyrra verkefnis til að ný umsókn komi til greina.
Við úthlutun styrkja skal gæta jafnræðis, hlutlægni, gagnsæis og samkeppnissjónarmiða.

Öllum umsækjendum er svarað með tölvupósti. Þegar úthlutun liggur fyrir er birt fréttatilkynning um styrkþega á heimasíðu Rannís.

Við bendum á að samkvæmt 3. tölul. 2. mgr. 21. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993 , ber stjórnvaldi ekki að veita rökstuðning þegar um er að ræða úthlutun styrkja á sviði lista, menningar eða vísinda.







Þetta vefsvæði byggir á Eplica