Mats- og úthlutunarferlið

Stjórn sjóðsins metur umsóknir og ákvarðar um úthlutun styrkja.

 Eftirtalin skilyrði eru lögð til grundvallar við mat umsókna:

  1. Tengsl verkefnis við markmið sjóðsins (60%)
  2. Vísindagildi fyrirhugaðs verkefnis (30%)
  3. Rannsóknarvirkni umsækjanda og hæfni til að framkvæma verkið (10%)

Allir umsækjendur fá tilkynningu um hvort þeir hafa hlotið styrk eða ekki. Tilkynningin er send í tölvupósti innan tveggja mánaða frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Verði af veitingu styrks er gerður skriflegur samningur milli Rannís og styrkþega, innan tveggja mánaða frá því að styrkur er veittur. Styrkur er greiddur sem ein greiðsla og er hann lagður inn á bankareikning viðkomandi styrkþega.








Þetta vefsvæði byggir á Eplica