Umsýsla og skýrsluskrif

Viðtaka styrkfjár felur í sér viðurkenningu á að styrkþegi fallist á þau skilyrði sem styrkveiting er bundin. Í svarbréfum til styrkþega birtast skilmálar styrks og upplýsingar um greiðslutilhögun.

Styrkir allt að 1,5 milljón eru greiddir út í einu lagi en hærri styrkir greiðast hlutfallslega þ.e. 80% í upphafi og 20% lokagreiðsla eftir að styrkþegi hefur skilað lokaskýrslu samkvæmt skilmálum styrks.

Að verkefni loknu skila styrkþegar lokaskýrslu um árangur og niðurstöður til bókasafnaráðs innan 3 mánaða frá lokum verkefnis. 

Heimilt er að krefjast endurgreiðslu hafi verkefni sem hlotið hefur styrk ekki verið unnið í samræmi við umsókn og þau gögn sem styrkveiting var byggð á, hafi verkefnið ekki verið unnið samkvæmt skilmálum bókasafnasjóðs eða lokaskýrslu ekki verið skilað innan 3 mánaða frá áætluðum lokum verkefnisins.

Umsókn um framlengingu verkefna eða frest á skilum á lokaskýrslu skal vera skrifleg (send til bokasafnasjodur(hja)rannis.is) og rökstudd.

Skýrslum (áfanga eða loka) er skilað í gegnum mínar síður Rannís. Ef við á birtist valkosturinn "skýrslur" á mínum síðum notanda sem ber ábyrgð á að skila skila skýrslum verkefnis. 

Skyrslur_minar_sidur_a_vef








Þetta vefsvæði byggir á Eplica