Skýrslur og umsýsla

Skýrsluskil

Verkefnisstjóri (Project Leader) er ábyrgur fyrir skilum á ársskýrslu fyrir 1. febrúar eftir að styrkári lýkur. Lokaskýrslu skal skila fyrir 15. febrúar ári eftir að lokastyrkári lýkur. Skýrslurnar eru yfirfarnar af starfsfólki Rannís sem gerir tillögur við stjórn Rannsóknasjóðs um hvernig áframhaldandi stuðningi við verkefnið skuli háttað. Starfsfólk sjóðsins getur farið fram á frekari upplýsingar og skýringar frá styrkþegum og ráðfært sig við viðkomandi fagráð ef þörf krefur. Lokagreiðslan, 20%, er greidd við samþykkt skýrslunnar. Sé skýrsla ekki samþykkt getur stjórn sjóðsins rift samningi við styrkþega og farið fram á endurgreiðslu styrkfjár. Sniðmát fyrir árs- og lokaskýrslur má finna hér á síðunni.

Ársskýrslur

Í ársskýrslu skal gera grein fyrir áföllnum kostnaði og fjármögnun viðkomandi styrkárs og áætluðum kostnaði og fjármögnun komandi styrkárs. Allar meiriháttar breytingar á verkefninu (þ.m.t. foreldraorlof eða veikindaleyfi þátttakenda) skulu útskýrðar og breytingar á rannsóknaáætlun rökstuddar. Samþykktar stjórnar er krafist fyrir flutningi á meira en 20% heildarupphæðar styrks milli mismunandi kostnaðarliða.

Ársskýrslu ásamt fjárhagsyfirliti (sjá skýrslueyðublöð hér á síðunni) og hreyfingalista skal skila í seinasta lagi 1. febrúar (doktorsnemar þurfa ekki að skila hreyfingalista). Lokagreiðsla styrkársins (20%) er greidd eftir að skýrslan hefur verið samþykkt.

Lokaskýrslur

Í lokaskýrslu skal gera grein fyrir framvindu verkefnisins, lokaniðurstöðum og ályktunum auk fréttatilkynningar á ensku og íslensku. Allar meiriháttar breytingar á verkefninu (þ.m.t. foreldraorlof eða veikindaleyfi þátttakenda) skulu útskýrðar og breytingar á rannsóknaáætlun rökstuddar. Samþykktar stjórnar er krafist fyrir flutningi á meira en 20% heildarupphæðar styrks milli mismunandi kostnaðarliða.

Lokaskýrslu ásamt fjárhagsyfirliti (sjá skýrslueyðublöð hér á síðunni) og hreyfingalista skal skila eigi síðar en 15. febrúar (doktorsnemar þurfa ekki að skila hreyfingalista). Lokagreiðsla verkefnisins (20%) er greidd eftir að lokaskýrslan hefur verið samþykkt.

Dreifing árlegra greiðslna styrktra verkefna

  • Fyrsta greiðsla (40%) greiðist við undirritun samnings.
  • Önnur greiðsla (40%) greiðist 1. september.
  • Lokagreiðsla (20%) er greidd út þegar ársskýrsla/lokaskýrsla hefur verið samþykkt .

Þegar ársskýrsla hefur verið samþykkt er samningur næsta árs sendur verkefnisstjórum.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica