Umsóknir og eyðublöð

Umsókn um námsorlof

Rannís auglýsir eftir umsóknum um námsorlof eigi síðar en 1. september ár hvert.


Í umsókn skal m.a. taka fram eftirfarandi:

  • hvernig umsækjandi hyggst verja námsorlofinu og hvernig ætlað er að það muni nýtast í starfi,

  • upplýsingar um menntastofnun þar sem ráðgert er að stunda nám á orlofstíma. Sé ekki um reglulegt nám að ræða, heldur styttri námskeið, þjálfun eða annars konar námsdvöl, skal gera ítarlega grein fyrir tilhögun námsins,

  • hvort umsækjandi hefur áður fengið námsorlof kennara,

  • rökstuðningur skólameistara fyrir umsókn um leyfi til endurmenntunar einstakra kennara, náms- og starfsráðgjafa eða stjórnenda sem sótt er um orlof fyrir í nafni skóla, sbr. 3. mgr. 1. gr.,

  • aðrar upplýsingar sem umsækjandi telur skipta máli.

Umsækjandi um námsorlof skal upplýsa skólameistara um umsókn sína.

Afgreiðsla umsókna vegna næsta skólaárs skal fara fram fyrir 15. desember ár hvert.








Þetta vefsvæði byggir á Eplica