Seinni úthlutun úr Æskulýðssjóði fyrir árið 2021

6.12.2021

Æskulýðssjóði bárust alls 17 umsóknir um styrk vegna umsóknarfrests 15. október 2021. Sótt var um styrki að upphæð rúmlega 17 milljónir kr. 

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur að tillögu stjórnar Æskulýðssjóðs ákveðið að styrkja 6 verkefni að upphæð 3.918.000 kr. Þetta er seinni úthlutun ársins 2021. 

Eftirtalin verkefni fengu styrk:*

Nafn umsækjanda Heiti verkefnis Úthlutun í kr.
Bandalag íslenskra skáta Fjölskylduskátastarf 1.000.000
Kristileg skólahreyfing Stjórnarhandbók og félagsstarf 148.000
Landssamband æskulýðsfélaga Ráðstefna um stöðu ungmennageirans 1.000.000
Skátasamband Reykjavíkur Sérkunnáttunámskeið 270.000
Ungmennafélag Íslands Félagsstarf, hvað er það? 500.000
Ungmennahreyfing Rauða krossins Stelpur á flótta 1.000.000
  Samtals úthlutað 3.918.000

Nánari upplýsingar um Æskulýðssjóð

*Birt með fyrirvara um villur.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica