Tónlistarsjóður fyrri úthlutun 2023

5.1.2023

Umsóknarfresti lauk 1. nóvember 2022, í sjóðinn barst 131 umsókn frá mismunandi greinum tónlistar. Heildarupphæð sem sótt var um var ríflega 141 milljón króna. 

Fjöldi styrkja: Alls er úthlutað 31.580.000 kr. til 56 verkefna. Að auki er 7 styrkþegar með samning til 3 ára* og til þeirra er ráðstafað 32 milljónum. Samtals er úthlutun úr tónlistarsjóði 63.580 milljónir kr.

Verkefni skiptast þannig: 42 styrkir fara til sígildrar og samtímatónlistar, 6 styrkir til jazz-og blús verkefna og 8 styrkir til tónlistarverkefna af öðrum toga þar á meðal til íslensku tónlistarverðlaunanna, sem sameina allar gerðir tónlistar. Er þetta í samræmi við þær umsóknir sem bárust sem voru flestar úr geira sígildrar og samtímatónlistar.

Styrkt verkefni: Hæsta styrkinn að þessu sinni fær Andlag slf. 1,5 milljón fyrir Sönghátíð í Hafnarborg en hátíðin hefur alla tíð vakið mikla athygli. Auk þess hljóta fjögur verkefni styrk að upphæð 1 milljón króna hvert: Hlutamengi ehf, Múlinn jazzklúbbur, Kammermúsik-klúbburinn og Góli ehf, fyrir páskatónleika í Selfosskirkju

Sjö verkefni sem snúa að börnum og barnamenningu fá verkefnisstyrki. Hæstu styrki fá: BIG BANG  tónlistarhátíð fyrir unga áheyrendur og Djasshátíð barnanna, sem hvor um sig fá 800.000 kr. í styrk

Margar góðar umsóknir bárust en nokkuð var um að þær féllu ekki inní tímaramma fyrri úthlutunar úr sjóðnum þ.e. verkefni sem fara fram á tímabilinu 1. janúar - 1. júlí.

Listi yfir tónlistarverkefni fyrri úthlutun 2023

Umsækjandi Titill Styrkur
Andlag slf. Sönghátíð í Hafnarborg 1.500.000
Andrew Junglin Yang Westfjords Piano Festival 500.000
Andrés Þór Gunnlaugsson Síðdegistónar í Hafnarborg 2023 700.000
Andrés Þór Gunnlaugsson Andrés Þór Tríó - Tónleikaferð 400.000
Anna Hugadóttir Hljóðheimur víólunnar - Duo Borealis í 20 ár 400.000
Aulos, félagasamtök WindWorks í Norðri 600.000
Austuróp - listhópur Fljótsdalshéraðs Ljóðahátíð og Passíusálmar í Dymbilviku 300.000
Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni (Lilja Eggertsdóttir) Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni - hádegistónleikar 500.000
BIG BANG tónlistarhátíð BIG BANG, tónlistarhátíð fyrir unga áheyrendur 800.000
Bjarni Thor Kristinsson Afmælistónleikar og Vetrarferð 400.000
Björg Útgáfutónleikar GROWL POWER 400.000
Blús milli fjalls og fjöru, félagasamtök Blús milli fjalls og fjöru. 300.000
Ármann Helgason, v. Camerarctica Kammertónleikar Camerarctica 2023 fyrri hluti 500.000
Davíð Þór Jónsson Spunaflug, Tónleikaröð DÞJ 500.000
Eilífur slf. Tónleikaferðalag Viktors Orra og Álfheiðar Erlu 700.000
Erna Ómarsdóttir Á rómantískum nótum 400.000
Evrópusamband píanókennara Sjöunda innanlandsráðstefna EPTA á Íslandi 500.000
Félag íslenskra tónlistarmanna Velkomin heim í Hörpu 500.000
Félag íslenskra tónlistarmanna Klassík í Vatnsmýrinni 400.000
Flemming Viðar Valmundsson Non Mutually Inclusive #1 - PAKK Collective 300.000
Góli ehf. Páskatónleikar SInfóníuhljómsveitar Suðurlands 1.000.000
Guðrún Rútsdóttir Djasshátíð barnanna 800.000
Hildigunnur Einarsdóttir Sous la surface 500.000
Hildigunnur Halldórsdóttir 15:15 tónleikasyrpan 700.000
HIMA - Alþjóðlega tónlistarakademían í Hörpu HIMA 2023 800.000
Hlutmengi ehf. Mengi 10 ára – Stöðug tónleikadagskrá 2023 1.000.000
Ingi Bjarni Skúlason Kynning á plötunni Farfuglar 200.000
Ingibjörg Guðlaugsdóttir Útgáfutónleikar 400.000
Íslensk tónverkamiðstöð PODIUM 500.000
Jón Þorsteinn Reynisson Ítríó - tónleikaferð 400.000
Kammerhópurinn Reykjavík-Barokk Kona-forntónlistarhátíð 2023:
Barokk í Breiðholtinu
700.000
Kammerkór Norðurlands Magnificat eftir John Rutter í Selfosskirkju 700.000
Kammermúsíkklúbburinn Kammermúsíkklúbburinn 1.000.000
Kársnesskóli Kórahátíð Kársness - Útgáfutónleikar 400.000
Kór Hallgrímskirkju Mozart í maí 800.000
Kór Langholtskirkju 70 ára afmælistónleikar: Messías eftir Händel 700.000
Magnaðir ehf. Tónlistarhátíðin Bræðslan 2023 300.000
Magnea Tómasdóttir Tónar í Hvalsneskirkju 380.000
Maximus Musicus ehf. Sögustundir Maxa í Hörpu Kaldalóni. 400.000
Múlinn - jazzklúbbur Tónleikaröð Jazzklúbbsins í Tónlistarhúsinu 1.000.000
Músik í Mývatnssveit, félag Músík í Mývatnssveit 2023 400.000
Reykjavík Recording Orchestra Reykjavík Recording Orchestra. 800.000
Samtónn, hagsmunafélag Íslensku tónlistarverðlaunin 2023 800.000
Schola Cantorum, kammerkór Útgáfutónleikar. Meditatio II 400.000
Sinfóníuhljómsveit unga fólksins Starf Sinfóníuhljómsveitar unga fólksins 2023 800.000
Sinfóníuhljómsveit Austurlands Kvikmyndatónleikar 400.000
Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar tónlistarskólanna 400.000
Stefan Sand Groves
Look at the music! (Sjáðu tónlistina!) 600.000
Stefán Ómar Jakobsson Kurt Weill fer á flakk 600.000
Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir SVARTIR SAUÐIR/CZARNE OWCE 400.000
Stelpur rokka!, félagasamtök Tónleikaröð Stelpur rokka! 2023 500.000
Sumartónleikar Hallgrímskirkju í Saurbæ Sumartónleikar í Hallgrímskirkju í Saurbæ 500.000
Sunna Gunnlaugsdóttir Lög við ljóð Jóns úr Vör 200.000
Sviðslistahópurinn Óður Don Pasquale 800.000
Tónlistarfélag Akureyrar Tónlistarfélag Akureyrar tónleikaröð 500.000
 Hafnarfjarðarkaupstaður  Hljóðön vor 2023: Yunge Eylands Varpcast Netwerkið  200.000

*Þriggja ára samningar 2021–2023 árleg úthlutun:
Caput 6.000.000
Kammersveit Reykjavíkur 6.000.000
Myrkir músíkdagar 4.000.000
Stórsveit Reykjavíkur 6.000.000
Sumartónleikar í Skálholtskirkju 4.000.000
Samtals: 26 milljónir

Endurnýjaðir samningar 2022-2024 árleg úthlutun
Nordic Affect Starf Nordic Affect 2.500.000
Jazzhátíð Reykjavíkur Jasshátíð 3.500.000
Samtals: 6.000.000

Tónlistarráð skipa:
Arndís Björk Ásgeirsdóttir (formaður),
Freyr Eyjólfsson
Aðalheiður Þorsteinsdóttir

Birt með fyrirvara um innsláttarvillur.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica