HAp+ Lyfjaferja - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

6.7.2023

Niðurstöður verkefnisins HAp+ Lyfjaferja sem hlaut styrk úr flokknum Vexti hjá Tækniþróunarsjóði Íslands leiðir líkum að því að bragðgóð munnsogstafla geti aukið meðferðarheldni lyfja hjá sjúklingum með nýrri lyfjakápu, sem samtímis bætir munnheilsu.

Markmið verkefnisins var að þróa HAp+ lyfjaferju, en HAp+ er nú þegar þekkt sem munnvatnsörvandi miðill, sem einnig viðheldur heilbrigði tanna, með súru en tannvænu umhverfi í munnholi.Logo tækniþróunarsjóðs

Í tveggja ára verkefni í samstarfi milli Lyfjafræðideild Háskóla Íslands og IceMedico, náðist að sýna fram á, á rannsóknarstofu, að súrt umhverfi getur, meðal annars, aukið frásog og upptöku ákveðinna lyfja í gegnum gerfi munnslímhimnu. Niðurstöður þessa verkefnis sýndu að ákveðin sveppalyf, verkjalyf og lyf gegn ógleði og uppköstum eftir lyfjameðferðir og aðgerðir, hafa aukið frásog og bætta upptöku í gegnum munnslímhimnu þegar að lyfin leystust upp í munnholi (in vitro) í HAp+ lyfjaferjunni.

Tækifæri HAp+ lyfjaferjunnar er því meðal annars að veita markvissa og staðbundna lyfjagjöf fyrir sjúklinginn en jafnframt að skapa áhugaverð markaðstækifæri fyrir alþjóðlega lyfjaiðnaðinn.

HEITI VERKEFNIS: HAp+ Lyfjaferja

Verkefnisstjóri: Þorbjörg Jensdóttir

Styrkþegi: IceMedico ehf.

Tegund styrks: Vöxtur

Fjöldi styrkára: 2

Fjárhæð styrks: 50.000.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI









Þetta vefsvæði byggir á Eplica