Dicino - fjöltyngda forskráningarkerfið - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

28.10.2022

Dicino Medical Technologies hlaut styrk frá Tækniþróunarsjóði til að sækja á markað með fjöltyngt forskráningarkerfi.

Lausnin er fjöltyngt forskráningarkerfi og byggir á því að þegar sjúklingur kemur inn á biðstofu læknis þá svarar hann spurningum rafrænt og kerfið skilar svo faglegri skýrslu til læknisins. Þannig að læknirinn er kominn með upplýsingar um sjúklinginn áður en að viðtalið hefst. Þetta eykur heildarskilvirkni og ánægju sjúklinga sem fá mun ítarlegra viðtal en læknir hefur annars tíma til að framkvæma. Að sama skapi þá verður sjúkrasagan mun ítarlegri sem hjálpar aftur við næstu heimsókn sömuleiðis.

Fyrirtækið Dicino var stofnað árið 2016 af Sveini Rúnari Sigurðssyni lækni. Frá þeim tíma hefur markmið fyrirtækisins verið að þróa rafrænar tæknilausnir sem styðja við lækna og minnka þann tíma sem þeir eyða í skráningu sjúkraupplýsinga. Nú þegar hefur fyrirtækið þróað tvær lausnir. Önnur lausnin hefur reyndar verið seld til Origo en fjöltyngda forskráningarkerfið enn eftir að fá samþykki frá Landlæknisembættinu til þess að fara í prófanir.

Logo tækniþróunarsjóðs

Með stuðningi tækniþróunarsjóðs hefur fyrirtækinu tekist að byggja upp viðskiptasambönd á Spáni. Dicino býður sjúklingum að svara á ensku eða öðrum erlendum tungumálum og lausnin skrifar sjálfkrafa sjúkrasöguna á móðurmáli læknisins. Þessi eiginleiki hentar vel spænska markaðnum vegna þess að í landinu eru margir erlendir innflytjendur, ellilífeyrisþegar og um 90 milljónir ferðamanna ferðast til Spánar á venjulegu ári. Þar að auki eru vandamál

HEITI VERKEFNIS: Dicino - fjöltyngda forskráningarkerfið

Verkefnisstjóri: Arnar Freyr Reynisson

Styrkþegi: Dicino Medical Technologies

Tegund styrks: Markaðsstyrkur

Fjöldi styrkára: 1

Fjárhæð styrks: 10.000.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI









Þetta vefsvæði byggir á Eplica