Úthlutun úr MEDIA / Kvikmyndir og margmiðlun

22.8.2014

Úthlutað hefur verið um 40 milljónum króna til níu verkefna úr kvikmyndahluta Menningaráætlunar ESB.

MEDIA / Kvikmyndir og margmiðlun, undiráætlun Creative Europe styður evrópska kvikmyndagerð og margmiðlun með styrkjum til þróunar, dreifingar og kynningar á kvikmyndum og tölvuleikjum. Áætlunin styður verkefni með evrópska og alþjóðlega skírskotun og notkun á nýrri tækni.
Íslenskum fyrirtækjum hefur gengið vel í styrkúthlutunum þessa árs. Alls bárust 18 umsóknir í Creative Europe Media og það er fagnaðarefni að níu þeirra fengu styrkúthlutun samtals hátt í 40 milljónir.

Styrkir skiptust á eftirfarandi hátt:

Styrkir til undirbúnings verkefna til íslenskra framleiðenda: Á fyrsta skilafresti umsókna bárust 7 íslenskar umsóknir og fengu 3 þeirra úthlutun.

 Styrkþegi  Styrkupphæð  Verkefni
True North ehf. 50.000€ Leikin bíómynd: "HABEAS CORPUS" 
 Compass ehf.  25.000€  Heimildamynd: "Yarn, the Movie"
 K.Ó. framleiðsla ehf.  25.000€ Heimildarmynd: "360 Degrees of Being Human"

Samtals styrkir til undirbúnings 100.000€ eða ISK 15.599.000.-


Styrkir til framleiðenda til framleiðslu á sjónvarpsefni: Á fyrsta skilafresti umsókna fóru 2 íslenskar umsóknir og fékk 1 þeirra úthlutun.

 Styrkþegi  Styrkupphæð  Verkefni
Ljósop ehf.      63.550€  Heimildarmynd: "New Hands" 

Samtals styrkir til sjónvarpsdreifingar 63.550€  eða isk 9.913.165.-


Lán og styrkir til dreifingar á evrópskum kvikmyndum: Á fyrsta skilafresti umsókna fóru 7 íslenskar umsóknir og fengu 3 þeirra úthlutun.

 Styrkþegi  Styrkupphæð  Verkefni  
 Sena ehf.   3.000€  Kvikmyndin “Deux jours une nuit”    
 Bíó Paradís  5.300€   Kvikmyndin “Antboy”    
 Bíó Paradís  3.000€    Kvikmyndin “Violetta”   

Samtals 11.300€ eða 1.762.687 ISK

Styrkir til Kvikmyndahátíða
Á fyrsta skilafresti umsókna fóru 1 íslenska umsókn og fékk hún úthlutun.

 Styrkþegi  Styrkupphæð  Verkefni
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Rvk.  63.000€   RIFF 2014

Samtals 63.000€ eða 9.827.370 ISK

Samtals úthlutað til íslenskra fyrirtækja ágúst 2014 237.850€ eða 37.102.222 ISK

Íslenska fyrirtækið Töfralampinn einn af skipuleggjendum verkefnisins "Fred at School" fékk úthlutað styrk uppá 200.000.- þúsund evrur. Verkefninu er ætlað að efla kvikmyndalæsi barna.

Nánar um Media / Kvikmyndir og margmiðlun










Þetta vefsvæði byggir á Eplica