Könnun um sjálfbærnimenntun meðal grunnskólakennara

21.2.2024

Rannís leiðir verkefnið Menntun til sjálfbærni fyrir hönd Norrænu ráðherranefndarinnar. Einn hluti af því verkefni er nú að kortleggja sjálfbærnimenntun á Norðurlöndunum. 

  • Menntun-til-sjalfbaerni

Hluti af þessu verkefni er könnun sem nú er lögð fyrir grunnskólakennara á Norðurlöndunum. Markmið könnunarinnar er að skilja betur hvað kennarar gera í tengslum við sjálfbærnimenntun, hvers konar kennsla tengist sjálfbærni og hvaða námsgreinar innihalda helst atriði hvað það varðar. Auk þess er verið að varpa ljósi á það hvernig styðja megi við kennara til að þeir geti unnið markvissar að sjálfbærari framtíð. 

Að rannsókninni stendur sérfræðihópur á vegum verkefnisins Menntun til sjálfbærni en sá sem leiðir þennan hluta verkefnisins er Lars Demant-Poort prófessor við Háskólann á Grænlandi, ásamt Ólafi Páli Jónssyni prófessor við Háskóla Íslands. 

Sustainable-living-logo_RGB_IS

Allir grunnskólakennarar eru hvattir til þess að svara þessari könnun sem mun veita mikilvægar upplýsingar um sjálfbærnimenntun á Norðurlöndum og hvernig nálgast verður sjálfbærni sem viðfangsefni í grunnskólum í framtíðinni. 

Hér er hægt að svara könnuninni









Þetta vefsvæði byggir á Eplica