Erasmus+ styrkir fjölbreytt verkefni í menntamálum

1.9.2015

Erasmus + menntaáætlun  Evrópusambandsins á Íslandi hefur nú úthlutað fjármagni ársins 2015 til umsókna sem bárust í flokkinn Samstarfsverkefni. Styrkupphæðinni, tæplega 2,2 milljónum evra eða um 310 milljónir króna, var úthlutað til 14 skóla, fyrirtækja og stofnana.

  • Verkefnisstjórar samstarfsverkefna ásamt starfsfólki Rannís
    Margrét Jóhannsdóttir fulltrúi starfsmenntaverkefna ásamt verkefnisstjórum og Ágústi H. Ingþórssyni, sviðstjóra Mennta- og menningarsviðs Rannís.

Eftirtaldir aðilar hlutu styrk;

Starfsmenntun 3 aðilar – samtals 658.087 evrur (um 96 milljónir króna):

  • Háskólinn á Bifröst - Fagmenntun starfsþjálfa í ferðaþjónustu (Tourism training the trainers) , 254.274 evrur
  • Háskólafélag Suðurlands – Nám og nýsk öpun í stjórnun ferðaþjónustu (Innovation and management in tourism),  93.261 evrur
  • Þekkingarnet Þingeyinga – Nýskapandi samfélag (CRISTAL-Creative Regions for


    Innovation, Skills, Technology, Accessibility and Learning), 319.552 evrur

Háskólastigið 3 aðilar  – samtals 451.742 evrur (um 66 milljónir króna):

  • Háskóli Íslands – Orðabókarfræði og  veforðabókagerð (Lexiography and Open Access Web based dictionary for languages with few speaker), 154.616 evrur                                  
  • Háskólinn á Bifröst – Þróun fjarnáms í viðskiptalögfræði (Development of blended learning approach to a joint degree in business and law), 167.193  evrur
  • Háskóli Íslands – Kynjafræði og heimspeki (Gender and Philosophy), 129.933 evrur  

Verkefnisstjórar samstarfsverkefna ásamt starfsfólki Rannís

Verkefnistjórar háskólaverkefna ásamt Ágústi H. Ingþórssyni, sviðstjóra Mennta- og menningarsviðs Rannís.









Fullorðinsfræðsla 3 aðilar – samtals 487.865 evrur (um 71 milljón króna):

  • Vinnumálastofnun – Efling kvenna á landsbyggðinni í fyrirtækjarekstri (Female Rural Enterprise Empowerment), 284.132 evrur
  • Jafnréttishús – Aðlögun og umburðarlyndi (For integration and tolerance), 159.521 evrur
  • Mannréttindaskrifstofa Íslands – Þjálfun fyrir móttöku nýbúa (The Cultural Mediatiors), 44.212 evrur.

Verkefnisstjórar samstarfsverkefna ásamt starfsfólki Rannís

Margrét K. Sverrisdóttir, fulltrúi fullorðinsfræðsluverkefna ásamt verkefnisstjórum og Ágústi H. Ingþórssyni, sviðstjóra Mennta- og menningarsviðs Rannís.



Leik-, grunn-, og framhaldsskólar 5 skólar – samtals 535.066 (um 78 milljónir):

  • Þjónustumiðstöð fyrir blinda og sjónskerta – Aðstoð við sjónskert börn (Teach CVI), 201.026 evrur
  • Leikskólinn Holt Reykjanesbæ- Frá lýðræði til læsis (Through Democracy to Literacy), 98.520 evrur
  • Leikskólinn Kirkjuból Garðabæ – Þetta er ég (This is me), 106.430 evrur
  • Lágafellsskóli Mosfellsbæ – Út fyrir boxið (Out of the box),  60.770 evrur
  • Framhaldsskóli A-Skaftafellssýslu Höfn – Heilsa þín er verðmæti (Your health is your wealth), 68.320 evrur

Verkefnisstjórar samstarfsverkefna ásamt starfsfólki Rannís

Verkefnisstjórar skólaverkefna ásamt Ágústi H. Ingþórssyni, sviðstjóra Mennta- og menningarsviðs og Andrési Péturssyni fulltrúa skólaverkefna.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica