Segulharpa - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

31.8.2018

Hljóðfærið er mikilvæg viðbót við þá gríðarlegu flóru nýrra hljóðfæra sem hafa orðið til á undanförnum áratug í kjölfar tæknibyltinga á sviði smátölva og snjallsíma, án þess þó að vera í beinni samkeppni við önnur álíka spennandi og farsæl verkefni. 

Segulharpa er nafn á nýrri tegund hljóðfæris, sem vinnur á mærum hljóðfæra‐ og raftónlistar. Hljóðfærið er 25 strengja harpa sem hefur verið í þróun undanfarin fimm ár, þar af hafa síðastliðin þrjú ár þróunarferlisins verið gerð möguleg fyrir tilstilli verkefnastyrks frá Tækniþróunarsjóði, og þar á undan fékk verkefnið 2 ára frumherjastyrk frá sjóðnum, en vert er að nefna að verkefnisstjórinn Úlfur Hansson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands fyrir uppgötvanir sínar árið 2013.

Segulharpan er einstök að því leyti að hún myndar tón sinn með sérhönnuðum rafbúnaði sem myndar kraftmikið segulsvið umhverfis hvern og einn streng, og fær þá þannig til að sveiflast. Hljóðfæri af þessu tagi, sem býr í senn yfir akústískum, rafmögnuðum og stafrænum eigindum hefur enn ekki verið markaðssett, en áhugi fyrir því er nú þegar mikill. Hljóðfærið er mikilvæg viðbót við þá gríðarlegu flóru nýrra hljóðfæra sem hafa orðið til á undanförnum áratug í kjölfar tæknibyltinga á sviði smátölva og snjallsíma, án þess þó að vera í beinni samkeppni við önnur álíka spennandi og farsæl verkefni.

Heiti verkefnis: Segulharpa
Verkefnisstjóri: Úlfur Hansson, Ýlfri ehf.
Styrkþegi: Ýlfur ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2015-2017
Fjárhæð styrks: 45 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 153021
Heimasíða: ulfur.com 

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Styrktartímabil verkefnisins er nú liðið og hafa orðið til 4 fullmótuð eintök af segulhörpunni með háþróaðri frumgerð rafkerfis sem knýr strengina áfram við snertingu fingurgóma notandans. Segulharpan hefur þegar gefið góða raun í tónlistarheiminum. Úlfur Hansson, verkefnisstjóri verkefnisins sigraði t.d. á Alþjóðlega tónskáldaþinginu 2013 (e. the International Rostrum of Composers) fyrir verk sitt “So very strange” sem var flutt og samið á segulhörpu.

Segulharpan er nú að fullu tilbúin til fjöldaframleiðslu, og stefnt er að því að almennir notendur geti eignast hljóðfærið fyrir lok ársins 2018 - ásamt einfaldaðri útgáfu af rafkerfi hörpunnar sem unnt er að koma á markað fyrir þá sem hafa áhuga. Einnig verður hluti þeirrar þekkingar sem hefur skapast gerð aðgengileg þeim sem hafa áhuga á að nýta sér tæknina með algengari strengjahljóðfærum líkt og píanóum og rafmagnsgíturum, t.d innan háskólasamfélagsins þar sem þekkingin sem skapast hefur fyrir tilstilli verkefnisins getur nýst öðrum við frekari nýsköpun. 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica