Prófunarfrumgerð af Andblæ – verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

25.6.2019

Smíðuð var prófunarfrumgerð af þynnsta loftræstikerfi í heimi, sem annar öllum loftræstiþörfum minni íbúðar en er þó ekki nema helmingur til þriðjungur af þykkt sambærilegra öflugra kerfi.

Smíðuð var prófunarfrumgerð af þynnsta loftræstikerfi í heimi. Loftræstikerfið er með varmaendurnýtingu, sem lækkar hitunarkostnað og stýrir innihitastigi. Búnaðurinn tryggir jafnframt heilnæm loftgæði með því að hreinsa ferska loftið og losa út óhreinindi og raka, sem dregur þannig úr hættu á myndun myglu. 

Búnaðurinn annar öllum loftræstiþörfum minni íbúðar en er þó ekki nema helmingur til þriðjungur af þykkt sambærilegra öflugra kerfi. Þetta hefur mikla möguleika fyrir plásssparnað eða koma loftræstingu þar sem önnur kerfi passa ekki.

Í verkefninu náðist að bæta eiginleika kerfisins það mikið að hægt verður að útfæra hana sem einfalda kassaeiningu. Tæknin var kynnt á sýningum í Ameríku, Evrópu og Asíu með afar góðum undirtektum sem opnar á stór sölunet um allan heim þegar búnaðurinn er tilbúinn og framleiðslan getur hafist. Ýmiss einkaleyfishæf tækni voru þróuð í verkefninu og er einkaleyfisferlið langt komið á öllum þessum markaðssvæðum.

Heiti verkefnis: Prófunarfrumgerð af Andblæ
Verkefnisstjóri: Jóhannes Loftsson
Styrkþegi: Breather Ventilation ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Fjöldi styrkára: 2
Fjárhæð styrks: 30 millj. kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica