Opið fyrir umsóknir í Fræ/Þróunarfræ

4.3.2021

Frá og með febrúar 2021 hefur reglum Fræs/Þróunarfræs verið breytt og er nú alltaf opið fyrir umsóknir í sjóðinn. Eins hefur upphæð hámarksstyrks verið hækkuð í 2.000.000 ISK.

Fræ og Þróunarfræ hafa það að markmiði að styðja við hugmyndir og verkefni á frumstigi sem getur leitt af sér stærra þróunarverkefni. 

Allar umsóknir sem berast eru teknar fyrir og úthlutun tilkynnt að lágmarki tvisvar á ári.

Fræ er undirbúningsstyrkur til ungra frumkvöðlafyrirtækja eða einstaklinga og er sniðinn að verkefnum á hugmyndastigi eða á frumstigi í þróun afurðar.

Þróunarfræ er forkönnunarstyrkur til ungra frumkvöðlafyrirtækja og einstaklinga til að ráðast í þróunarsamvinnuverkefni.

Allar nánari upplýsingar um Fræ/Þróunarfræ eru að finna á síðu sjóðsins









Þetta vefsvæði byggir á Eplica