dent & buckle - verkefni lokið
Fréttatilkynning verkefnisstjóra
dent & buckle er samskipta- og skráningarkerfi fyrir flugfélög og viðhaldsaðila flugvéla sem þurfa að halda utan um, greina og miðla áfram upplýsingum um skemmdir og viðgerðir á flugvélum. Kerfið er fáanlegt fyrir snjallsíma og spjaldtölvur og er aðgengilegt úr helstu vöfrum.
dent & buckle er samskipta- og skráningarkerfi fyrir
flugfélög og viðhaldsaðila flugvéla sem þurfa að halda utan um, greina og miðla
áfram upplýsingum um skemmdir og viðgerðir á flugvélum. Kerfið er fáanlegt
fyrir snjallsíma og spjaldtölvur og er aðgengilegt úr helstu vöfrum.
Flugfélög hafa frá árinu 1996, þegar SAFA-prógramminu var ýtt úr vör af Evrópusambandi flugmálastjórna (ECAC), haldið utan um upplýsingar um skemmdir og viðgerðir á flugvélum til að miðla þeim við skyndiskoðanir á þeim. Framan af dugði flugfélögunum að nota einfaldar skýrslur en eftir því sem flugfloti heimsins eldist og viðhaldsprógrömm hafa orðið flóknari hafa flugmálastjórnir gert ríkari kröfur til gagnasöfnunar og miðlun upplýsinga er varða flugvélar.
Heiti verkefnis: dent
& buckle
Verkefnisstjóri: Kristinn Fannar Pálsson, dent & buckle ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2015-2017
Fjárhæð styrks: 45 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 152838
VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.
Með dent & buckle fá flugfélög smáforrit til að nota á spjaldtölvum sem eru tengdar miðlægum hluta kerfisins og öll miðlun upplýsinga á sér stað í rauntíma. Forritið heldur utan um nákvæma staðsetningu á hverri skemmd og viðgerð, viðhaldshandbækur til að meta skemmdir og framkvæma viðgerðir og uppfærir sjálfvirkt stöður á skemmdum og viðgerðum. Það er hannað með það í huga að notandinn eigi auðveldara með að framkvæma vinnu sína og flýta fyrir afgreiðslu flugvéla samhliða því að afla mikilvægra nýtta gagna sem nýtast við rekstur á flugflotum.
dent & buckle hlaut þriggja ára styrk frá Tækniþróunarsjóði árið 2015. Styrkurinn var mikil lyftistöng fyrir fyrirtækið sem nýtti hann til að þróa kerfið áfram og gera það að fullbúinni útflutningsvöru.
dent & buckle ehf. er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki í flugiðnaði. Þeir sem standa að fyrirtækinu hafa allir reynslu af flugiðnaði, bæði rekstri flugfélaga og viðhaldi flugflota þeirra, og forritun og hönnun upplýsingakerfa fyrir flugfélög. Næstu skref dent & buckle eru markaðssetning og sala kerfisins til flugfélaga og áhersla lögð á Bandaríkja- og Evrópumarkað.
Afrakstur:
dent & buckle í iOS APP store
dent & buckle í Google Play store
http://www.dentandbuckle.com