Datasmoothie - Markaðssókn á erlenda markaði – verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

19.9.2019

Datasmoothie er hugbúnaður sem gerir fyrirtækjum kleift að setja fram niðurstöður markaðsrannsókna á gagnvirkan hátt á netinu.

Datasmoothie ehf. fékk markaðsstyrk um mitt ár 2018 til þess að sækja á erlenda markaði með vöru sína Datasmoothie. Því verkefni er nú lokið. Datasmoothie er hugbúnaður sem gerir fyrirtækjum kleift að setja fram niðurstöður markaðsrannsókna á gagnvirkan hátt á netinu. Markmið Datasmoothie er að einfalda alla umsýslu með markaðsrannsóknir og einfalda vinnu og framsetningu þeirra til muna.

Verkefnið:

Markmið markaðsstyrksins var að afla nýrra viðskiptavina í Bretlandi og Bandaríkjunum fyrir Datasmoothie. Lagt var upp með að komast í samband við fyrirtæki sem myndu festa kaup á lausninni. Notast var við fjölmargar aðferðir svo sem markaðssetningu á netinu, sækja sérhæfðar ráðstefnur í Bretlandi og Bandaríkjunum og beinni sölu með hjálp sérhæfðra fyrirtækja.

Niðurstaða verkefnis:

Á tímabilinu áttu forsvarsmenn fyrirtækisins fundi og samtöl við fjölmörg fyrirtæki og skilaði herferðin sér í nýjum viðskiptavinum sem kaupa bæði leyfisgjöld fyrir hugbúnaðinn og sérforritun. Þá á fyrirtækið í viðræðum við stóra aðila í markaðsrannsóknageiranum um notkun á hugbúnaðinum sem ekki hefði komið til nema með aðstoð frá Tækniþróunarsjóði.

Um Datasmoothie:

Datasmoothie er hugbúnaðarfyrirtæki með starfsemi á Íslandi og í Englandi. Fyrirtækið var stofnað af Geir Freyssyni, Agnari Sigmarssyni og Birgi Hrafn Sigurðssyni.

Heiti verkefnis: Datasmoothie - Markaðssókn á erlenda markaði
Verkefnisstjóri: Agnar Sigmarsson
Styrkþegi: Datasmoothie ehf.
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Fjöldi styrkára: 1
Fjárhæð styrks: 10 millj. kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica