Erasmus+ úthlutar 337 milljónum til menntamála á Íslandi

7.6.2014

Úthlutað hefur verið í fyrsta sinn úr Erasmus+, nýrri styrkjaáætlun ESB á sviði mennta, æskulýðsmála og íþrótta, sem hóf göngu sína um síðustu áramót.

Íslenskir skólar, fyrirtæki og stofnanir hafa brugðist hratt og örugglega við þeim tækifærum sem þar bjóðast og mikið af góðum umsóknum hafa borist til Landsskrifstofa Erasmus + á Íslandi.

Nú hefur menntahluti Erasmus+ úthlutað fjármagni ársins 2014 til umsókna sem bárust í mars sl. í flokkinn Nám og þjálfun. Þessi flokkur styrkja nær til nemenda og starfsfólks á öllum skólastigum og til fyrirtækja og stofnana sem bjóða upp á símenntun og endurmenntun. Alls bárust 79 umsóknir þar sem sótt var um rúmlega 3,4 milljónir evra. 

Styrkupphæðinni, 2,2 milljónum evra eða um 337 milljónum króna, var úthlutað til 46 skóla, fyrirtækja og stofnana og munu um 780 einstaklingar njóta góðs af styrkjunum.

Að þessu sinni var hæstum styrkjum  úthlutað til Háskóla Íslands, Listaháskólans, Háskólans í Reykjavík og Tækniskólans, skóla atvinnulífsins til verkefna sem gefa nemendum og starfsfólki skólanna möguleika á að taka hluta af námi sínu og/eða endurmenntun/starfsþjálfun í Evrópu. 

Starfsfólk Mennta- og menningarsviðs Rannís veitir allar nánari upplýsingar um úthlutunina og um Erasmus+ áætlunina.


Eftirtaldir aðilar hlutu styrk að þessu sinni og skipast þeir sem hér segir milli skóla og fræðsluaðila:

Háskólar

Háskólarnir á Íslandi hlutu samtals 1.480.000 evrur  eða um 226,4 milljónir króna. Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Bifröst, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Háskólinn á Hólum, Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri og Listaháskóli Íslands hlutu allir styrki úr Erasmus+.                                               

Leik-, grunn-, og framhaldsskólar

Skólar á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi hlutu samtals 265.215 evrur  eða um 40,6 milljónir, og hlutu eftirtaldi skólar og fræðsluaðilar styrki:

  • Árskóli, Sauðarkróki
  • Brekkubæjarskóli, Akranesi
  • Fjölbrautaskólinn við Ármúla, Reykjavík
  • Fjölbrautaskóli Vesturlands, Akranesi
  • Fjölbrautaskóli Suðurlands, Selfossi,
  • Garðaskóli, Garðabæ
  • Grundaskóli, Akranesi
  • Grunnskóli Bolungarvíkur
  • Hagaskóli, Reykjavík
  • Heilsuleikskólinn Kór, Kópavogi
  • Hraunvallaskóli, Hafnarfirði
  • Hríseyjarskóli, Hrísey
  • Kvennaskólinn í Reykjavík
  • Iðnskólinn í Hafnarfirði
  • Krikaskóli, Mosfellsbæ
  • Landakotsskóli, Reykjavík
  • Leikskólinn Álfaheiði, Kópavogi
  • Leikskólinn Gefnarborg, Garði
  • Menntaskólinn á Egilsstöðum
  • Menntaskólinn við Hamrahlíð, Reykjavík
  • Menntaskólinn við Sund, Reykjavík
  • Myndlistaskólinn í Reykjavík
  • Vatnsendaskóli, Kópavogi
  • Vallaskóli, Selfossi
  • Verzlunarskóli Íslands, Reykjavík

Starfsmenntun

Skólar og fræðsluaðilar sem bjóða upp á starfsmenntun hlutu samtals 449.587 evrur eða um 68,8 milljónir króna):

  • Fjölbrautaskólinn við Ármúla, Reykjavík
  • Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Reykjavík
  • Háskólinn í Reykjavík
  • Landbúnaðarháskóli Íslands, Hvanneyri
  • Landspítalinn, Reykjavík
  • Myndlistarskólinn í Reykjavík
  • Menntaskólinn í Kópavogi
  • Slysavarnafélagið Landsbjörg, Reykjavík
  • Tækniskólinn - skóli atvinnulífsins, Reykjavík

Fullorðinsfræðsla

Eftirtaldir fræðsluaðilar innan fullorðinsfræðslugeirans hlutu samtals 56.455 evrur eða um 8,6 milljónir króna:

  • Fjölmennt Símenntunar- og þekkingarmiðstöð
  • Fræðslumiðstöð atvinnulífsins
  • Reykjavíkur Akademían
  • Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar
  • Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi
  • Skóla- og frístundasvið Reykjavík










Þetta vefsvæði byggir á Eplica