Vorúthlutun Tækniþróunarsjóðs 2023

2.6.2023

Stjórn Tækniþróunarsjóðs hefur samþykkt að bjóða fulltrúum 84 verkefna sem sóttu um í sjóðinn á vormisseri að ganga til samninga um nýja styrki. 

  • Voruthlutun TÞS 2023

Í boði voru styrktarflokkarnir Fræ/Þróunarfræ, Sproti, Vöxtur/Sprettur og Markaðsþróun og Markaðssókn. Alls bárust 422 umsóknir og er árangurshlutfall styrktra verkefna sem hlutfall af innsendum umsóknum 20%. Haft verður samband við verkefnisstjóra þessara verkefna og þeir boðaðir til samningafundar.

Í þessari úthlutun er styrkveiting til nýrra verkefna 788 milljónir króna en þar sem verkefnin eru til allt að þriggja ára nemur heildarkostnaður vegna þeirra 1.440 milljónum króna.

Vorfundur sjóðsins verður haldinn fimmtudaginn 8. júní kl. 15:00.

Fundurinn verður haldinn í Sjálfstæðissalnum (Gamla Nasa) við Austurvöll. 

Öll velkomin en skrá sig þarf á viðburðinn.

Skráning á vorfund

Næsti umsóknafrestur um fyrirtækjastyrki verður 15. september 2023 og verður úthlutun úr þeim tilkynnt í desember sama ár.

Ráðgert er að umsóknum sem berast fyrir 24. ágúst í Fræ/þróunarfræ verði næst teknar saman og sendar í mat hjá fagráði.

Samantektarskýrsla Tækniþróunarsjóðs yfir vorúthlutun árið 2023 er á vef sjóðsins undir útgáfa og kynning.
Skoða samantektarskýrslu

Eftirfarandi verkefnum er boðið til samninga við sjóðinn að þessu sinni og er listinn birtur með fyrirvara um villur.

Sproti    
Umsækjandi Titill Verkefnisstjóri
Axelyf ehf. Astaxanthin forlyf, lyfjaáhrif í líkani af gigt Arnar Sigurðsson
Ásgeir Matthíasson Bikeson Ásgeir Matthíasson
Creaid ehf. Creaid Sindri Bergmann Þórarinsson
EGG Ráðgjöf ehf. Sjálfvirk skelfletting og garnahreinsun rækju Gunnlaugur Sighvatsson
GSMOTA GSMOTA – Snjallstýring Birkir Marteinsson
Halla Jónsdóttir Skilvirkur, hagkvæmur og skalanlegur ljósræktunartankur til framleiðslu örþörunga Halla Jónsdóttir
Innohealth ehf. Þróun á forhæfingartæki: Vörn gegn vöðvatapi hjá rúmliggjandi sjúklingum spítala og hjúkrunarheimila Arnar Hafsteinsson
Minamo (óstofnað félag) BIOSIL: Örveruhemjandi og lífsamræmanlegar húðanir fyrir sílikon Vivien Nagy
Okkar maður ehf. Kozmoz - Markaðstorg fagmanna Borgar Erlendsson
On to something ehf. Þróun hugbúnaðar, vöru og þjónustu On to Something Sara Jónsdóttir
Orb ehf. Orb Vision - skógsjá Íris Ólafsdóttir
Orkusproti ehf kt. 5702221120 Vetnisorka Sveinn Ólafsson
Rauðátan ehf. Veiðar og vinnsla á rauðátu við Vestmannaeyjar Hörður Baldvinsson
Rockpore ehf. Hringrásanlegur arftaki dekkjakurls fyrir gervigrasvelli Sunna Ólafsdóttir Wallevik
Sáltækni ehf. Sálfræðimeðferðin Innan Handar Davíð Haraldsson
Polykite Games ehf. Bee Space Páll Ragnar Pálsson
     
Vöxtur    
Umsækjandi Titill Verkefnisstjóri
Arterna Biosciences ehf. Ný ensím fyrir RNA framleiðslu Margrét Helga Ögmundsdóttir
Atmonia ehf. Kortlagning efnahvarfsaðstæðna fyrir sjálfbæra ammóníaksframleiðslu Helga Dögg Flosadóttir
Basta Ventures ehf. Basta - uppboð sem þjónusta Ólafur Björn Stephensen
CRI hf. ETL 2.0 Næsta kynslóð tækni til framleiðslu rafeldsneytis Björn Harðarson
Deed ehf. Deed Delivery Magnús Gunnar Sigurbjörnsson
KeyStrike ehf. KeyStrike - netöryggisvörn fyrir mikilvæga innviði Steindór Stefán Guðmundsson
Lucinity ehf. Instant AML Hlynur Johnsen
Maul ehf. Nunch Egill Pálsson
Medagogic ehf. Björn – Frumgerð að bráðahermi fyrir heilbrigðisstarfsfólk Birgir Már Þorgeirsson
Metria ehf. SESAM Tómas Áki Gestsson
Snerpa power ehf. Raforkunotendur virkjaðir Íris Baldursdóttir
Thor Ice Chilling Solutions ehf. Sjálfvirkt hitastigsmælikerfi fyrir kjúklingavinnslu Alma Björg Þorsteinsdóttir
ÞróA ehf. Lísa - Lærum íslensku Berglind Einarsdóttir
     
     
Markaðsþróun    
Umsækjandi Titill Verkefnisstjóri
Atmonia ehf. Ammóniak sem rafeldsneyti Hákon Örn Birgisson
IceWind ehf. Vindorka í Fjarskiptakerfum Sæþór Ásgeirsson
LearnCove ehf. Markaðsþróun LearnCove - erlendir markaðir Aðalheiður Hreinsdóttir
MT sport ehf. Snjall-tímataka Aðalsteinn Ingólfsson
Snerpa power ehf. Raforkunotendur virkjaðir Íris Baldursdóttir
Sundra ehf. Markaðsþróun Sundra Haukur Guðjónsson
Surova ehf. Sköpun vörumerkis afurðar frá Surova fyrir íslenskan markað Valentina Klaas
Yay ehf. Markaðsþróun YAY í Póllandi Ari Þorgeir Steinarsson
     
Markaðssókn    
Umsækjandi Titill Verkefnisstjóri
Alternance slf. Svífandi göngustígar Birgir Þröstur Jóhannsson
DineOut ehf. Markaðssókn Dineout í Danmörku Ingveldur Kristjánsdóttir
Gemmaq ehf. Markaðssókn GemmaQ í Bandaríkjunum Erna Rós Kristinsdóttir
KOT Hugbúnaður ehf. KOT - Róbert Heimir Helgason
Mink Campers ehf. Evrópusókn Ellen María S. Bergsveinsdóttir
Noona Labs ehf. Markaðssókn Noona í Portúgal Jón Hilmar Karlsson
PLAIO ehf. Markaðssókn PLAIO á erlendan markað Ólafur Pálsson
     
Hagnýt rannsóknaverkefni    
Umsækjandi Titill Verkefnisstjóri
Háskóli Íslands Stafrænt meðferðarúrræði fyrir krabbameinsgreinda Kristín Laufey Steinadóttir
Háskóli Íslands Frá úrgangi þörunga til áburðar fyrir sjálfbæra grænmetisframleiðslu Bing Wu
Háskóli Íslands Greining á flogaveiki með djúpum tauganetum (DeepEpilepsy) Steinn Guðmundsson
Háskólinn í Reykjavík ehf. Sjálfbær nýting og bestun á rekstri jarðhitavirkjana með birgðalíkönum í fjölbreyttu orkukerfi María Sigríður Guðjónsdóttir
Háskólinn í Reykjavík ehf. Umhverfisvænar basalttrefjar Eyþór Rafn Þórhallsson
Matís ohf. Kuldaból Sæmundur Elíasson
Raunvísindastofnun Háskólans Formeðhöndlun lífræns úrgangs til verðmætasköpunar Oddur Ingólfsson
     
Fræ/Þróunarfræ - úthlutun frá júní 2023    
     
Umsækjandi Titill  
Alexander Jarl Abu-Samrah LaCasa  
Auður Jónsdóttir NAMM  
Daníel Bergmann Sigtryggsson Fersksvatnsstjórnun í samræmi við Evrópska sjálfbærniupplýsingagjöf  
Ellen Huld Alexandra Þórðardóttir 3D Visium-stafræn hönnun tannholds fyrir heilgóma og fjólþætta tanna  
Eyrún Magnúsdóttir Zeta  
Fernanda Ribeiro Da Luz Fajardo Að brúa heimana: Barnabækur án aðgreiningar fyrir tungumál og menningarskilning  
Halldór Tinni Sveinsson Lóalóa  
Hilmar Geir Eiðsson Stafræn heilbrigðistæknilausn fyrir stoðkerfisþjónustu  
Jóhann Ingi Guðjónsson HEIMDAM: DAM-meðferð með tölvuleikjum  
Ragnhildur Hemmert Sigurðardóttir Heyband: Endurvinnsla rúllunets fyrir sjálfbæran textíl  
Signý Jónsdóttir Annarsflokks gæða æðardúnn  
Silja Rún Bárðardóttir SocialAF  
Sindri Rósenkranz Sævarsson Futhark  
Sólrún Þórðardóttir Vínland Spa  
Sólveig Helga Hákonardóttir Kolefnisspor einstakra fiskiskipa  
Sturla Þorvaldsson LögLeysa  
     
     
Fræ/Þróunarfræ - úthlutun frá mars 2023    
Umsækjandi Titill  
Alda Lóa Leifsdóttir Sveipur: þrifsápa úr endurunni steikingarolíu  
Almar Steinn Atlason Á láði & legi, kynjaverur & kynngimagnaðar slóðir  
Andrea Björgvinsdóttir Kambey hlýjuhof  
Aníka Rós Pálsdóttir Hugarflug  
Daníel Sigríðarson Viðskiptaáætlun fyrir Panner  
Dion Helgi Duff Hrafnkelsson Aurora Interactive  
Einar Tómas Grétarsson Swipe&Ride  
Guðrún Hildur Ragnarsdóttir Keeps Myndalausn  
Gunnlaugur Sighvatsson Hraðari saltupptaka fiskflaka  
Ignas Urbonas Huginn  
Ingólfur Bjarni Elíasson Bgreen  
Mörður Moli G. Ottesen Lifandi kennsla  
Rebekka Levin Bambaló barnapössun  
Sigríður Dögg Arnardóttir Streymisveitan Better Sex - kynfræðsla fyrir fullorðna  
Stephanie Alice Matti OceanView - Hagnýtar upplýsingar til stuðnings við veiðar  
Þóra Ólafsdóttir EZZE  
Þórey Rúnarsdóttir StitchHero - hönnunarhugbúnaður fyrir skapandi prjónara  

Hlutverk Tækniþróunarsjóðs er að styðja við rannsóknir og þróunarstarf sem miða að nýsköpun í íslensku atvinnulífi en hann er opinn fyrir nýsköpunarverkefnum úr öllum atvinnugreinum. Sjóðurinn er samkeppnissjóður sem býður upp á fjölmarga styrktarflokka fyrir verkefni á mismunandi stað í vaxtarferli fyrirtækja.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica