Vorfundur Tækniþróunarsjóðs 2022

8.6.2022

Árlegur vorfundur Tækniþróunarsjóðs verður haldinn þriðjudaginn 14. júní undir yfirskriftinni: Jafnræði í íslenskri nýsköpun með sérstakri áherslu á að auka hlut kvenna. 

Fundurinn verður á Karólínusvítunni á Hótel Borg og hefst kl. 15:00 en fundurinn verður í beinu streymi. Öll velkomin með húsrúm leyfir. 

Fögnum vorúthlutun og styrkþegum Tækniþróunarsjóðs 2022.

Dagskrá:

  • Opnunarávarp:
    Lýður Skúli Erlendsson sérfræðingur rannsókna- og nýsköpunarsviði Rannís.
  • Ávarp ráðherra:
    Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar
  • Fyrirlesarar:
    Inga Tinna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri og stofnandi DineOut
    Sigyn Jónsdóttir varaformaður Tækniþróunarsjóðs
  • Hringborðsumræður þar sem taka þátt (fundarstjóri er Sigyn Jónsdóttir)
    Margrét Ormslev, Brunnur Ventures
    Kristín Soffía Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Klaks
    Hrönn Greipsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins
    Ragna Margrét Guðmundsdóttir, stofnandi Pikkoló

    Umræður og spurningar

Streymi frá vorfundi hefst 14. júní kl: 15:00


Spjall og léttar veitingar. 

Vorúthlutun Tækniþróunarsjóðs 2022









Þetta vefsvæði byggir á Eplica