Vindorkuframleiðsla fyrir flutningsskip - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

23.5.2022

Sidewind stefnir að því að búa til raunhæfan grænan valkost sem gerir flutningaskipum kleift að framleiða rafmagn og létta þar af leiðandi af álagi vélarinnar

Lausn Sidewind snýr að því að setja lárréttar vindmillur lóðrétt inní hliðarlausa gáma sem ekki má nota lengur til flutninga.

Logo tækniþróunarsjóðsTúrbínublöðin verða framleidd úr endurunni plasti. Gámavindmyllurnar eru lagðar ofan á fullfermt skip og tengdar við aðalvél skipsins eða tengdar inn á batterí. Fjöldi vindmilla fer eftir stærð skipsins. Hægt verður að nota Sidewind lausnina með öllum framtíðar orkulausnum, eins og vetni, ammoníaki, lífeldsneyti og rafskipum.

Búið er að fullhanna og smíða fyrstu frumgerðina í fullri stærð, þ.e. 10 metra löng vindmilla inní 12 metra löngum opnum gámi (40 feta). Frumgerðir verður notuð til þess að mæla orku og kanna virkni hennar úti á hafi. Einnig verður kannað með álag á legur, túrbínublöð og annan búnað og farið í frekari þróun eftir mælingar.

Sjá: https://www.sidewind.is/

HEITI VERKEFNIS: Vindorkuframleiðsla fyrir flutningsskip

Verkefnisstjóri: María Kristín Þrastardóttir

Styrkþegi: Sidewind ehf.

Tegund styrks: Sproti

Fjöldi styrkára: 2

Fjárhæð styrks: 20.000.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica