Uppbygging markaðsinnviða - Hefring Marine - verkefni lokið
Fréttatilkynning verkefnisstjóra
Hefring ehf. fékk á árinu 2021 styrk frá Tækniþróunarsjóði að fjárhæð 10 mkr. til tólf mánaða, til að vinna að uppbyggingu markaðsinnviða.
Í verkefninu var unnið í að skilgreina sérstöðu fyrirtækisins á alþjóðlegum hafsæknum markaði og móta markaðsstefnu fyrir fyrirtækið. Verkefnið fólst meðal annars í sér að skilgreina sérstöðu fyrirtækisins á markaði fyrir siglingakerfi og þá sérstakleg leiðeinandi- eða snjallsiglingarkerfi þar sem sérstaða þess liggur. Í verkefninu var leitast við að kortleggja og skilgreina hina ýmsu flokka siglingakerfa en Hefring Marine snjallsiglingarkerfið féll ekki undir neina af þeim skilgreiningum eða flokkum sem fyrir eru á markaðnum. Því var nýr flokkur skilgreindur, sem á ensku nefnist “Intelligent Marine Assistance System” eða “IMAS” og hefur verið sótt um skráningu á því orðmerki. Þá var nýtt vörumerki hannað sem fangar betur þessa sérstöðu og þróun kerfisins og upphaf verkefnisins á Íslandi.
HEITI VERKEFNIS: Uppbygging markaðsinnviða - Hefring Marine
Verkefnisstjóri: Karl Birgir Björnsson
Styrkþegi: Hefring ehf.
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Fjöldi styrkára: 1
Fjárhæð styrks: 10.000.000 ISL kr. alls
VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI