Umhverfisvæn ásæturvörn - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

24.10.2022

Sprotafyrirtækið Hripa ehf. hefur með styrk frá Tækniþróunarsjóði þróað nýja ásæturvörn til notkunar í sjó án allra eiturefna og hefur efnið nú verið í prófunum s.l. 3 ár hér á landi og í Svíþjóð. 

   Ásætuvörnin er án allra eiturefna, sem geta skaðað umhverfi og lífverur í sjó, en mikil og vaxandi gagnrýni er á slíkt, t.a.m. varðandi notkun kopars í kvíanet í fiskeldi. Í samstarfi við Náttúrustofu Vestfjarða (Nave) og með aðstoð frá fyrirtækjunum Arctic Fish, Sjótækni og Egersund Ísland hafa Hripa og Nave gert prófanir með ásæturvörnina fyrir fiskeldisnet og á báta undanfarin tvö ár og eru niðurstöðurnar mjög jákvæðar. Mikill áhugi er á ásætuvörninni meðal eigenda skemmtibáta á Norðurlöndunum og sumarið 2022 verða prófanir gerðar á 40 bátum í Svíþjóð. Hripa hefur sótt um alþjóðlegt einkaleyfi fyrir ástæuvörninni og er nú einnig í gangi með umsókn um markaðsleyfi innan ESB.Logo tækniþróunarsjóðs

HEITI VERKEFNIS Umhverfisvæn ásætuvörn

Verkefnisstjóri: Sigurður Halldór Árnason

Styrkþegi: Náttúrustofa Vestfjarða og Hripa ehf.

Tegund styrks: Sproti

Fjöldi styrkára: 2

Fjárhæð styrks: 20.000.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI









Þetta vefsvæði byggir á Eplica