Taktikal – verkefni lokið
Fréttatilkynning verkefnisstjóra
Taktikal hlaut styrk til að þróa hugbúnaðarlausn í skýinu sem er byggð á vefþjónustum (e. API's). Lausnin gerir smærri og meðalstórum fyrirtækjum kleift að bjóða viðskiptavinum að undirrita skjöl og framkvæma ýmsa viðskiptagjörninga á borð við rafrænar undirritanir á samningum, umboðum og tékklistum á aðeins 1-2 mínútum.
Hugbúnaðarlausnina má innleiða á einfaldan hátt á fáeinum dögum þar sem áður þurfti að kallatil sérhæfð hugbúnaðarteymi með tilheyrandi kostnaði. Verkefnið hefur gengið vonum framar og hafa fjölmörg fyrirtæki og stofnanir innleitt lausnina og þannig aukið skilvirkni og minnkað áhættu með sjálfsvirknivæðingu í að taka inn nýja (e. onboarding) viðskiptavini. Þess má geta að Taktikal hlaut Vaxtarsprotann 2018 frá Samtökum iðnaðarins.
Taktikal hefur opnað skrifstofur í danska fjártækniklasanum í Kaupmannahöfn Copenhagen Fintech Lab og hlotið inngöngu í viðskiptahraðalinn Nordic Fast Track. Taktikal hlaut nýverið Vöxt - fyrirtækjastyrk Tækniþróunarsjóðs til þróunar á vöru fyrirtækisins Fill & Sign. Framundan er áframhaldandi þróun á Fill & Sign samhliða undirbúning markaðsinnviða til að ná lengra á þeim markaðssvæðum sem Taktikal stefnir á.
Nánari upplýsingar er að finna á Taktikal.is
Heiti verkefnis: Taktikal – Komdu rafrænt í viðskipti á 2 mínútum
Verkefnisstjóri: Valur Þór Gunnarsson
Styrkþegi: Taktikal ehf.
Tegund styrks: Sproti
Fjöldi styrkára: 2
Fjárhæð styrks: 20 millj. kr. alls
VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.