Svífandi göngustígakerfi - verkefni lokið
Fréttatilkynning verkefnisstjóra
Hönnun nútímalegra, tæknilegra og umhverfisvænna svífandi stíga er lokið og þeir komnir á markað. Hannaðar hafa verið mismunandi einingar til þess að gera fjölbreyttar útfærslur af stígum sem virka einnig vel við erfiðustu aðstæður.
Einingarnar eru 1,5m breiðar og geta stígarnir verið margfaldaðir í breydd. Við þá tengjast margar tegundir útsýnispalla, sem geta verið bæði beinir eða í beygjum. Í sniðmynd eru þeir trapisulaga með 20cm þykkt í miðjunni og 5mm á köntunum.
Þeir eru grundaðir með jarðvegsskrúfum eða teinum. Sérhannað tengistykki með liðamótum gerir að þeir geta aðlagast hvaða halla sem er og eru auðveldir í uppsetningu. Burðargeta á standard einingum er 6m. Til eru stigamót í T, X, Y og U beygjur. Stöðluð færanleg handrið, lýsingarstolpar, skilti og bekkir eru fáanleg eftir þörfum. Stígarnir eru sléttir með hálkuvörn og henta vel fyrir hjólastóla og þá sem erfitt eiga með gang. Viðhald er lítið sem ekkert og aðgengi mögulegt allt árið. Kerfið býður líka upp á þrepaeiningar fyrir stiga í miklum bratta.
Þessi stílhreina hönnun er bylting í stígagerð með möguleika á fljótri uppsetningu án vinnuvéla og án jarðrask á viðkvæmum svæðum. Framkvæmdin er í heild sinni afturkræf og allt endurnýtanlegt og endurvinnanlegt. Engin för verða eftir ef stígar eru færðir til og því geta þeir skilað ósnortri náttúru undan stígiunum áratugum seinna.
Sjá upplýsingar inn á www.hoveringtrails.is og www.hoveringtrails.com
HEITI VERKEFNIS: Svífandi göngustígakerfi
Verkefnisstjóri: Birgir Þ. Jóhannesson
Styrkþegi: Alternance slf.
Tegund styrks: Vöxtur
Fjöldi styrkára: 2
Fjárhæð styrks: 47.731.000 ISL kr. alls
VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI