Snjallveski og stafrænum pössum komið á íslenskan markað - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

22.3.2022

Smart Solutions er íslenskt sprotafyrirtæki sem vinnur að því að þróa lausnir sem snúa að hagræðingu á þjónustu fyrirtækja, ríkis og sveitarfélaga við almenning. Verkefnið miðar að því að bjóða upp á stafræna þjónustu á formi stafrænna korta og miða sem hægt er að geyma í Apple Wallet og SmartWallet. Allt sem gamla seðlaveskið innihélt áður er nú hægt að útfæra sem stafræna passa.

Með aðstoð frá Rannís síðustu þrjú ár hefur fyrirtækið Smart Solutions unnið að vistkerfi í kringum alþjóðlegt passakerfi Apple. Áhersla er lögð á að hægt sé að nota kerfi Smart Solutions samhliða núverandi kerfum til þess auðvelda innleiðingu og bæta notendaupplifun. Smart Solutions hefur gefið út veskisappið SmartWallet, skanna-appið SmartScanner og þróað stóran bakenda fyrir útgefendur SmartPages. Meðal annars hafa þau smíðað sérstaka lausn fyrir bókasöfn landsins, ökuskírteinið, í samvinnu við Stafrænt Ísland og Ríkislögreglustjóra, unnið með fjölmörgum félagasamtökum, viðskiptamannakort BYKO og eru að þróa lausn fyrir sundlaugar þar sem er notast er við NFC tækni. Logo tækniþróunarsjóðs

Fyrirtækinu er stýrt af ungri konu sem er meðeigandi og tæknistjóri. Markmið Smart Solutions er að hvetja ungar konur til dáða í atvinnulífinu, veita þeim reynslu og tækifæri auk þess að efla aðkomu þeirra að tæknigeira atvinnulífsins. Auk þess lætur fyrirtækið umhverfissjónarmið sig miklu varða og með hugmyndafræði Smart Solutions mun útgáfa á plastkortum minnka, sem og notkun pappírsmiða. Hagnýting afurða Smart Solutions mun tvímælalaust leiða til nýrra viðskipta tæki færa í íslensku atvinnulífi, styrkja innviði og stuðla að meiri hagkvæmni í ýmsum atvinnugreinum með það að leiðarljósi að gera þær sjálfbærari. Með stafrænni hagræðingu opnast á samstarf milli fyrirtækja og stofnana sem áður áttu ekki samleið vegna tæknilegra takmarkana og flókinna útfærslna.

Sjá: https://smartsolutions.is/

HEITI VERKEFNIS: Snjallveski og stafrænum pössum komið á íslenskan markað

Verkefnisstjóri: Þórdís Jóna Jónsdóttir

Styrkþegi: Smart Software

Tegund styrks: Sproti

Fjöldi styrkára: 2

Fjárhæð styrks: 19.990.000 ISL kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica